Lífið, heimurinn og allt saman

föstudagur, júlí 27, 2012


Þá er komið að því... hinni stórkostlegu Vesturheimsferð okkar...
Lagt verður á stað á eftir til Minneapolis þar sem helginni verður eytt í miðborgunni að túrhestast... Á mánudag er svo fyrsti áfangi ferðarinnar þar sem við keyrum norður til Canada... Þetta er 8 tíma keyrsla þannig við brjótum það niður í 2 áfanga... Fyrsti áfanginn skilar okkur til Fargo... Einskær en skemmtileg kvikmynda tilviljun að bærinn er akkúrat á miðpunkti leiðarinnar... Næsta dag komum við til Winnipeg (fyrsta heimili Bangsímon (Winnie the Poo) og þá erum við komin í fjarskyldan fjölskyldufaðm... Þarna verður kominn frá Toronto hann Lindy Vopnfjord og konan hans Sally, en svo koma líka frá Vancuver foreldrar hans (Len & Karen) og bróðir (Kris (Kristjan Jon)) og börn hans (Berkley og Cohen (eftir Leonard Cohen (no joke (so cool))), því það er 40 ára afmæli íslenskrar fólk tónlistar í ár og Len & Karen eru upphafsmenn þess... Fyrir utan þetta flóð af famelíu þá er frændfólk fleira sem býr á svæðinu...
Við höfum lítið skipulagt þessa Kanadadaga því við fylgjum bara straumnum sem tengist hinnir stórkostlegri hátíð Islendingadagurinn... Þetta er víst elsta þjóðarhátíð í N-Ameríku og er hún nú haldin í 123. skiptið... Hún spannar alla helgina og þá verðum við þotin frá Winnipeg til Gimli sem er rúman klukkutíma fyrir norðan þar sem við gistum í skála eða jafnvel tjöldum við Winnipegvatn... Miðað við hitan þá væri tjald í vatninu vel þegið (og vel þvegið)...
Svo þriðjudaginn eftir þessa hátíð kveðjum við Kanada og höldum á ný til Bandaríkjana... Við förum aðeins lengri leið tilbaka því við viljum þræða þjóðgarð sem er þarna aðeins austar... Þess vegna stoppum við fyrstu nóttina í Thief River Falls (því það er svo kúl nafn)... Síðan höldum við gegnum þjóðgarðinn og endum hjá stórvötnunum í hafnaborginni Duluth þar sem við höldum uppá brúðkaupsafmæli okkar... 4 ár... Silkibrúðkaup... Einhver verður í þægilegum nærbuxum það kvöld...
Duluth er svo fæðingarstaður Robert Allen Zimmerman (sem non-hipsterar þekkja betur sem Bob Dylan)... Tókum við því Bob Dylan tilboðið á hótelinu... Það er sama og önnur tilboð nema við fáum kokteil nefndan í höfuðið á Bob Dylan... The Bob Dylan cocktail minnir mig...
Svoooo loksins er flakkinu klárað aftur í Minneapolis... Þar verðum við í útjarðinum nálægt öllum outlet verslunum og verður keypt inn unns seðlaveskið springur (eða "implodes" væri líkalegra)...
Stórkostleg stund framundan... Stutt í brottför...
Efast um ég bloggi á leiðinni en hver veit nema eitt eða tvö tvít lauma sér ekki úr símanum... Góða ferð...


þriðjudagur, júlí 24, 2012


Eins og lagið sagði: "Tíminn líður hratt, á gervilima öld"... Það er ótrúlegt að pæla að fyrir stuttu var Víkingur Dreki ekki nema pínulítið peð og hefur nú vaxið (oxið?) upp í stóran hrók alls fagnaðar...
Svo stór er hann orðinn að við urðum að fá okkur nýjann bílstól... Og ég byrjaði færsluna á frasa um tíma, því tímasetningin var mikilvæg núna... eða eins og fólk segir: "Timing is everything"... og hér var að timing á tæmingu...
Víkingi Dreka fannst það nefnilega tilvalið að tæma magann með vel tímasettu uppkasti til að kveðja gamla bílstólinn... Þetta var svona uppkast sem gerði stólinn ósetuhæfann, en Víkingur var svo tillitsamur að tímasetja þetta sekúndubrotum áður en sá gamli varð úreldur... Í síðasta bíltúr stólsins í síðustu beygjunni að búðinni sem við vorum að fara sækja nýja stólinn kvaddi Víkingur þann gamla með gusunni...
Maður hefur heyrt um að fólk gefi skít í eitthvað en þetta var líka viðeigandi...


föstudagur, júlí 20, 2012


Maður er aldrei eins mikill túristi og þegar maður er með útlending í heimsókn... Hjá okkur er Vestur Íslendingurinn Berkley Vopnfjord, sem glöggir lesendir gætu vitað að sé þá tengd tónlistarmanninum Lindy Vopnfjord sem prýddi landið 2008 í kringum brúðkaup mitt... Þetta er nefnilega bróðir systir hans... Meinti föður dóttir... Bróður dóttir... Þar kom það... Við erum semsagt fimmmenningar (eru ekki örugglega þrjú emm í því?)...
Hún kom seint á miðvikudag þannig við höfum ekki skoðað margt ennþá... Þræddum samt miðbæin í gær og svo sýndi ég henni allt Ísland á 13 mínútum með 360° bíósýningunni í Hörpunni...
Gamli ég hefði geta látið það duga... Allt Ísland á 13 mínútum og þá er meiri tími fyrir djamm... En ég er (því ver og miður? (erfið pæling)) ekki svona mikill djammari lengur... Maður verður samt að sýna henni næturlífið um helgina... Veit ekki hvað ég ætti að gera... Eflaust lítið spennandi fyrir tvítuga stelpu að sötra öl með hálffertugum verkfræðingum sem umkringja mig (þó það væri spennandi fyrir þá)... Einhverjar hugmyndir...? Einhver...?
Allavega... fyrst er það ofur mega túrista túrinn í dag þar sem við þræðum síðasta spotta landsins sem hún hfeur ekki skoðað... Suðurlandið...
Við hefjum för okkar í Reykjavík (döh!) og förum hin geysivinsæla þjóðveg 1 alla leið að Jökulsárlóni með tilheyrandi stoppum við alla fossa og fyrnindi sem við finnum á flakkinu...
Segi ekki meira um þetta í bili en mun þjarma mikið á Instagram með myndum í dag meðan batterí duga (ca. 17 mínútur á hefðbundnum snjallsíma)...


þriðjudagur, júlí 17, 2012


Svei með þá hvað ég er með allt á herðum mér í dag... OK, ekki alveg allt... Bara svona eitt verk... Nei, einn verk meinti ég... og bara á annari herðunni (öxlinni)... en það er stór verkur... Ái...
Ég var nefnilega í badmington í gær... Tómstund, ekki sérlega tóm, heldur uppfull af hasar og háska... Sérstaklega eins og ég spila, þar sem hver bolti á séns á að bjarga, þó svo hann er löngu lentur og á öðrum velli... Fyrir vikið beiti ég skutl aðferðinni (enda svoddan skutla) og slengi mér til og frá til að ná öllu sem hreyfist...
Þetta hefur gengið áfallalaust hingað til... Það er ekki það að ég er góður að detta... Ég er bara góður að lenda... en það klikkaði í gær...
Ég tók þessa fínu dýfu hausinn fyrst í átt að gólfinu... Í staðinn fyrir að rúlla mjúklega eins og grjónapungur í grasi, þá var þetta eins og staurakast í skosku hálandaleikunum... Ég beinstífur (híhí "beinstífur) sting mér af alefli sem drumbur á hægri öxlina og smelli þar öllum mínum þunga og stór skaði hlaut af... Skaði á gólfinu auðvita... Ég er gerður úr harðari efni en það... eða svo ég hélt...
Ég kláraði æfinguna alveg ágætlega, enda sjóðheitur... en þegar kólnaði í kvikyndinu, þá skyndilega herpist öxlin upp í eymslum og gat ég hana lítið brúkað...
Gat ég hvorki hreyft arminn upp né upp (vissi ekki hvernig átti að enda þessa setningu (var búinn að skrifa "hvorki" og varð því að klára með einhverju eftir "né")... Svo þegar ég skríð (varlega) í bólið þá get ég hvorki legið á hægri hlið ofaná þjáðri öxl, né vinstri hlið og látið hægri arminn hreyfast (hér notaði ég "hvorki/né" mun betur) þannig ég lá bæklaður á bakinu með tilheyrandi hrotum svo háværum að flugumferðastjórn hringdi kvartandi yfir hávaða (ekki á Reykjavíkurvelli, heldur Keflavík)...
Er ég enn í dag aumur um öxl, ílla sofinn og get ekki gefið neinum almennilegt hi-five, af ótta við að slasa mig við að nota hægri hendi eða slasa aðra með óhittini með vinstri hendi...
Verð ég því að passa mig í allan dag að gera ekkert það markverkt að það verðskuldi hi-five... Shit hvað það verður erfitt...


mánudagur, júlí 16, 2012


Þá erum við loksins komin með ný vegabref... Fyndin tilviljun (ekki haha fyndið) að bæði vegabréf mitt og Önnu runnu út sama mánuð og svo vantaði okkur nýtt fyrir Víking Dreka þannig það var bara fjölskylduferð til Sýslumannsins í Kópavogi (The Countyman in Babysealbay) til að smella af nokkrum brosmildum myndum...
Tja ég segi nokkrum brosmildum... Ég og Anna tókum bæði "pínu bros út í annað en samt það alvarleg að þið viljið hleypa okkur inn í landið ykkar" svipinn... en Víkingur Dreki... Vá...
Það er bara slóð ofvirka eggjastokka hjá þeim sem meðhöndluðu vegabréf hans... Meira segja blaðburðakonan sem hélt á lokuðu umslagi með vegabréfinu hafði óvænt egglos þann dag...
Hann er með svoddan "How you doin'" svip að við geymum vegabréfið inní frysti svo hann bræði ekki forsíðuna af...
En svona er það... Sjaldan fellur eplið...


Aha, mættur aftur... Hélduð þið virkilega ég hefði gefist svona fljótt upp aftur... Ónei...
Það bara kom smá öðruvísu vinnutörn og helgi... Það gerðist nefnilega að ég var beðin um að vinna sem framleiðandi á auglýsingu síðasta föstudag (föstudaginn 13. (Dunn dunn duunnnnn!))... Það var auðvita allt gott og blessað, en síðan færðist tökutíminn aðeins framar á deginum en áætlað var í upphafi... Við byrjuðum nefnilega 04:00 um morguninn...
Ég hef hitt 04:00 þó nokkuð oft um ævina, en þá vanalega komið aftan að honum og svo sofnað... Það er aðeins erfiðara þegar 04:00 kemur eftir að maður sofnar...
Fór ég því snemma að sofa á fimmtudaginn... Smellti Víkingi Dreka í rúmmið sitt 21:00 og sofnaði bara á sama tíma... Hann rumskar aðeins á miðnætti þannig ég svæfi hann aftur og reyni að sofna líka... en það er náttúrulega ómögulegt... Maður svona eiturhress á miðnætti...
Þá er bara að rembast við að sofna... Rembi remb... Loka augunum eins fast eins og ég get og rígheld í koddann... Ekkert gerist... Stafræna klukkan á símanum tikkar hátt sem tifasprengja teljandi niður hverja sekúndi fram að vakni tíma...
Ég reyni og reyni en það örlar ekki á dropa af syfju... Klukkan orðin 03:27 og ég svona glaðvakandi... Æj, það er kannski bara fínt að ég sofnaði ekki... Betra að fara svona vakandi og hress frammúr heldur en azzzzzzzzzzzz...
Vekjaraklukkkan vekur mig 03:30... OOOOOhhhh, hvað ég er þreyttur... Geeeyyysspp...!
Föstudagurinn 13. byrjaði ekki vel...


fimmtudagur, júlí 12, 2012


OK, búinn að vinna nökkra hnökra úr blogginu...
Tókst tildæmis að fær texta í næstu línu...
Sko...
Vúhú...!
Er samt ekki ennþá að fá fyrirsögnina upp fyrir ofan bloggin... Spurning um að uppfæra bara allt heila klabbið... Var að gera tilraun á öðru bloggi og það gékk, fyrir utan að öll komment hurfu... Þori því ekki enn fyrir þessa síðu... En ég verð hvort sem er að gera það þar sem kommenta þjónustan sem ég nota hættir í október...
En vá hvað þetta er búið að vera borinn blogg... Bara pælingar um bloggið sjálft...
Tek mig á... sérstaklega fyrst það er að komast á eðlilegri mynd á þetta...
Næsta blogg verður betra...


miðvikudagur, júlí 11, 2012


Svakalega er eitthvað skrítið núna nýja blogg viðmótið. Tja ég segi nýja en kannski langt síðan skipt var um... Svo sé ég þegar ég les síðasta blogg á síðunni að uppsetningin er vitlaus miðað við hvernig ég skrifa... Ekkert bil milli málsgreina... Texti bara í bið og bunu... Hér er tilraun... Núna á að koma ný lína eftir þessari setningu... Er þetta ný lína...? En þetta...? Gæti verið ég þarf að uppfæra útlitið á síðunni til að allt smelli inn rétt... Það er meira segja hægt að setja inn titil á færsluna en hann kemur ekki heldur... Ég man þegar ég byrjaði að blogga varð maður sjálfur að bla bla bla... en núna er bla bla bla og allt annað líka... Ég bara þori ekki að breya neinu... Hræddur um að eitthvað hverfi... Hvað gerir þessi tak


mánudagur, júlí 09, 2012


*Hóst**hóst*... Is this thing on...? *tap**tap*... Halló halló, hvað er í gangi? Ekkert blogg í rúmmlega ár...! Jé minn eini... Ég hef nú gert marga vitleysuna um ævina en þetta var nú algjör rugl... að blogga ekkert allan þennan tíma... Það var orðið eftir á tímabili að blogga því lífið manns var komið á frekar einhæft en fínt ról... Sömu (góðu) hlutirnir viku eftir viku... og lítil nýbreyttni... Svo voru allir á Facebook og Google+ (djók með Google+) og bloggmenningin að deyja út því fólk hefur bara athygglisgáfu að skoða eina síðu þar sem það fær allar upplýsingar um alla í einu... Ég man þá dýrðar daga sem maður varð að váfra um marga hlekki til að vita hvað fólk var að gera og færslur voru lengri en 144 stafir... Þannig ég bara á endanum elti hjörðina sem heilalaus hrútur og fór bara auðveldu leiðina og faldi mig á fésinu... Hætti erfiðisvinnunni sem fylgir að skrifa eitthvað skapandi og skemmtilegt og fór bara í að blasta stikkorðum á sívaxandivegg facebook... Enda var lítið að gerast í lífi mínu síðasta ár sem verðskuldaði bloggviðhald... eða hvað... Haldiði að síðasta ár hafi ekki verið það merkilegasta og viðburðaríkasta á ævi minni...! Og ég ekki að blogga eitt einasta orð um það... Skandall...! Maður dauð skammast sín... Ég á örugglega 372 mismunandi færslur um bjórsötur, þynnku og þannigheit, en ekki eitt orð um hvað það er að vera faðir... Þessu verður að kyppa í liðinn A.S.A.B. (as soon as bloggable)... Þökk sé áminningu og kvattningu félaga minna síðustu helgi (yfir öl (auðvita verður að vera smá bjór í fyrstu færslunni tilbaka (skál))) þá hef ég ákveðið að snúa aftur í bloggheiminn... Eins og áður þá verður þetta einstaklega sjálfhvert blogg... Ég fer lítið út í heims eða landsatburði utan minn nánasta sjóndeildarhring heldur einbeiti ég mér að því að tala um mig og nú sérstaklega mína... Ég veit ekki hvort einhver les þetta en mér er nú alveg sama... Ég ætla að blogga fyrir mig um það sem mér finnst skemmtilegt... Því frægur höfundur (hef ekki hugmynd hver (en pottþétt frægur) sagði, skrifaðu bara hvað þér finnst skemmtilegt, og þá er öruggt að einhverjum öðrum finnst það líka... eða hann sagði eitthvað svipað... Og, hér er smá nýbreytti... Ég ætla fyrir utan að blogga um samtímann, þá mun ég reyna að fylla inní eyðurnar á síðasta ári og skeyta inná milli minningar um fyrsta ár frumburans bara svo eftir 100 ár get ég litið aftur um öxl (við eru örugglega með tölvur á öxlunum þá) og séð "Ahh, svona var það að skipta um fyrstu kúkableyjuna"... Ég segi nú bara eins og stendur hér efst í færslunni (nú er víst hægt að hafa titil á færslum (vissi það ekki áður (woohoo meira nýtt)))... Baby I'm back...!


Home