Lífið, heimurinn og allt saman

miðvikudagur, nóvember 10, 2010


Maður er soddan tachnofile, að í hvert sinn sem maður sér eitthvað nýtt þá verður maður að stökkva á það (ef fjárrúm leyfir)... Að þessu sinni var það nýr sturtuhaus...
Okkar skemmdist því maður hafði þjösnast á bunubreytinum þegar maður var að þrífa vel klístraðan BBQ rifja pott í baðinu... Langaði mig þá alltaf að pannta á netinu svona sturtuhaus með ljósum... Var ég alveg búinn að plana að gera góða leit og fá einhvern sem er vonandi ekki of dýr...
En viti menn... Haldiði ekki að Rúmfó (Rúmfatalageró) var með upplýsandi sturtuhaus á aðeins 1.999 krónur... Tekur engin batterí eða rafmagn... LED ljósinn lýsast upp með hugfræðinni bak við vatnsvirkjanir landsins...
Þegar það er kallt, þá er ljósið blátt... Svo þegar vatnið er orðið gott breytist ljósið í grænt... Loks þegar það orðið heitt þá er það rautt... Ef það verður of heitt, þá blikkar rauða ljósið...
Þetta er bara algjör snilld... Það mætti alveg setja svona í líkamsræktarstöðvarnar, nema með smá lagfæringu... Bæta við gulu ljósi sem varar við þegar einhver pissar í sturtunni...


þriðjudagur, nóvember 09, 2010


Þá var maður loskins að eignast sinn eigin bíl... Eftir allt ruglið sem var að gerast í kringum hrunið, þá held ég að okkar bílamál leystust á frekar ágætis máta...
Það sökkaði fyrst þegar fjagra ára lán sem var með 22.000 kr afborganir fóru uppí 33.000 á mánuði... En svo kom eitthvað umreikningsferli eftir þennan dóm í vor og það var ekkert rukkað þangað til núna... Þá var það bara um 1.100 á mánuði næstu 9 mánuði... Eitthvað sem ég gerði bara upp í gær á einu bretti... Eins og maður myndi virkilega nenna að draga þetta eitthvað lengra... Bara 10.000 kr og málið er dautt alveg meðgöngutíma á undan áætlun...
Synd þá að fyrst maður á loksins bílinn sjálfur að helvítið er að bila í 4 sinn á jafn mörgum vikum... og þetta eru stórar bilanir... Einhverjar sem gera veskið manns óökuhæft... Síðustu tvær bilanirnar komu með svo stuttu millibili, að varahluturinn úr fyrri viðgerð er ekki einu sinni kominn í hús...
Það fer að skríða uppí upprunalega kostnað bílsins allar þær viðgerðir sem búnar eru.... Fyrir utan þá stóru sem við ætlum ekki einu sinni að leggja í því hún er svo dýr... Það er viðgerð á rafmagnkerfinu svo við getum opnað skottið... Einhvert verður maður að setja barnavagninn og barnakerruna og barnaleikföngin og barnatöskuna og barnapíuna...
Held að það sé nú allt of freistandi að skipta þessum uppí annan bíl... Hvað segiði... Haldiði að kallinn líti ekki vel út í station...?


fimmtudagur, nóvember 04, 2010


Eins og margir vita, þá er ég með ofur talna aráttu... alveg obsessed með sumar tölur, sérstaklega töluna 8... Sem dæmi þá gifti ég mig 8.8.8. (áttunda ágæust 2008)...
Það er mér því mikil ánægja að sjá að fyrsta barnið mitt stefnir allt í að fylgja þessari áttavitleysu minni...
Til að byrja með er þetta 8. barnabarnið hjá ma og pa (það er fjórða hjá tengdó og 4 er líka awesome tala)...
Svo er það sett á 8. degi maí mánaðar á næsta ári...
Og ekki bara það... Ef maður skoðar dagsetninguna 8.5.11. þá er þversumman (allr tölurnar lagðar saman) = 24... Og 24 er auðvita 8+8+8...
Sko, áttur frá öllum áttum...
En barnið má alveg vera með fleiri en 8 fingur og 8 tær...


miðvikudagur, nóvember 03, 2010


Merkilegt hvað maður dettur alltaf úr bloggheiminum í marga daga... Að hluta til því það hefur ekkert verið í gangi nema vinna og svo eitt enn... og þetta eina enn er eitthvað sem maður vildi ekki segja frá því það var leyndó þangað til núna... Ég held það sé augljóst hvað það leyndó var út frá þessari massa mynd sem ég set inn fyrir neðan þennan texta...
Jamms, Raggalingur er að verða pabbalingur... Maður hefur vita það í slatta tíma og það er búið að vera brjálæðislega erfitt að bíta í tunguna og segja ekki neitt... Eða bíta í puttana og skrifa ekkert...
En núna er allt komið í ljós og flóðgáttir geta opnast...
Ég mun samt ekkert drekkja þessu bloggi í einhverjum barnafærslum eins og gerist á mörgum stöðum... Held áfram að blogga um sjálfan mig þó á leiðinni sé manneskja enn merkilegri en ég... Hún verður bara að læra að blogga sjálf...


Home