Lífið, heimurinn og allt saman

mánudagur, október 25, 2010


Það býr ninjatöfraköttur á hæðinni fyrir neðan okkur... Þetta er litli svarti köturinn með Hitler skeggið... Það skegg gæti verið feik til að fela ninja uppruna hans...
Í gær tókst honum að lauma sér inn í íbúðina okkar án þess við tókum eftir því og lékk hann lausum hala um stund... Þegar nágranninn bankar uppá og spyr hvort kötturinn sé hjá okkur gerum við leit og viti menn, þarna var hann á svölunum... Við reynum að ná honum og reka út en hann forðar sér leiftur snöggt lengst undir rúmmið... Þar er hann að vappi uns ég næ í kúst og ætla að sópa honum undan...
Skyndilega stekkur köttur undan rúmminu og maður rekur upp stór augu... Er þetta sami litlu svarti kötturinn...? Þessi virkaði þrefallt stærri því hann var svo voða puffy og alveg grár... Hann hleypur út um hurðina og lætur sig hverfa...
Glæsilegt dulargerfi þarna hjá litla svarta kettinum... Lék næstum á okkur... Og þorparinn lét allt ryk sem ég var búinn að safna undir rúmmi hverfa... Þvílíkur ninjatöfraköttur...


föstudagur, október 15, 2010


Vitiði... Ég var ekki alveg á því að blogga í dag heldur, en ég fann mig tilneyddan út af merkum áfanga um helgina... Málið er að þetta litla blogg, er að ná stórafmæli... Það verður 8 ára nú á morgun...!
8 ára er ekki stór afmæli í huga margra, en fyrir töluobsessed gaur eins og mig, þá er það merkilegasta talan af öllu...
Þetta blogg er númer 3.298 og spannar átta ár (með tveimur hlaupaárum) 2922 daga... Er ég því búinn að blogga 1,13 blogg á dag á þessu tímabili... Meira en eitt á dag...
Það er fyrir utan allt sem ég bloggaði á ensku og "ritskoðaðri" útgáfa sem ég gerði fyrir foreldrar mínu (en þau hættu að lesa þegar þau fundu þessa)...
Já, mikið er ég ánægður með að hafa kynnst þessu fyrirbæri og ætla ég mér aldrei að hætta... Ég meina, pælið hvað er gott að geta flétt aftur í tíman og fundið akkúrat dagsetninguna sem ísskápurin manns sprakk... Vitið þið hvenær ykkar ísskápur sprakk...? Nei, hélt ekki...
Til hamingju með afmælið blogg... Skál...!


Ég trú ekki að mér tókst þetta aftur... Datt í mega bloggleysi á ný... Það gæti kannski verið vegna þess að síðasta vika var 96 klst vinnuvika... Ég sem hafði frá nóig að segja... Til dæmis brjálæðislegs aftaníníðslu sem bílaumboð eru að taka okkur í gegnum pústurröðið...
Það er vesen með læsinguna á bílnum okkar og bilanagreiningin var að litlilæsingarkubburinn á lyklinum sem opnar og lokar væri bilaður... Þeir voru glaðir að láta okkur fá nýja... Ekki nema rúmmlega 50.000 krónur (no joke (þetta væri jafnvel of mikið í ítölskum lírum (ef þið munið ekki eftir "lírum" þá eruð þið of ung til að vera lesa svona blogg)))...
Ég bjallaði í neytendasamtökin (stoltur meðlimur) og spurðist fyrir og þau sögðust ekkert geta gert þrátt fyrir mjög margar kvartanir um svona... Það er frjáls álagning á þessari vöru...
Þá spyr ég... Hvað í ósköpunum réttlætir að þetta kosti 50.000...? Gemsar með GPRS, 3G, bluetooth, email, myndavél, GPS of fleira eru á 25.000... Lítill pungur sem opnar og lokar hurðum er tvöfallt það...?
Hvaða stórmerkilega tækni getur verið svona dýr...? Þetta er kannski umfram tækni... Eflaust rándýrir töfrar... Þeir hafa beislað óisýnilegan draug við tækið sem sér um að opna og loka bílnum fyrir þig þegar þú ýtir á takka... Miklu betri en 1990 árgerðin sem var með önuga dverga sem allir sáu...


föstudagur, október 01, 2010


Ef eitthvað er hvati til að blogga, það er að vera síðustu færslu um kryddleginn viðrekstur... Maður vill nefnilega ekki hafa einhverja minntuprumpspælingar hangandi uppi í marga daga meðan maður trassar að skrifa eitthvað tignarlegra... Eins og... eh... umm... ah... Vissuði að xylitol er laxerandi...? Betra að borða því bara minntu... Það gefur líka svo skemmtilegar aukaverkanir svo sem góð lykt af... æj, svei... ekki aftur...


Home