Lífið, heimurinn og allt saman

þriðjudagur, desember 28, 2010


Þvílík hneysa... Maður póstar stórmerkilegum fregnum á Facebook á undan blogginu sínu... Ussum fuss... Læt það ekki gerast aftur...
En allavega hér eru fréttirnar fyrir þá sem lesa ekki Facebook (vel gert, Facebook er nefnilega holræsi sem maður því ver og miður neyðist til að svamla um í)...
Já fréttirnar...
Sko, á aðfangadag, þá opnuðum við pakkan sem geymdi leyndarmál kynsins á krílinu sem kemur í heiminn á næsta ári... Þar blasti við á svört/hvítu (eða í raun allt aðrir litir) komandi kyn...
Eins og sést á eftirfarandi mynd...

Varð þá til þessi vísa:
Drengur ofan himni datt,
á Durgi eigum von.
Draumar allir sögðu satt
um soninn Ragnarsson.
Enda hafi manni dreymt nokkru sinnum um að ég ætti son, bæði fyrir glæsilegan getnað og nú síðast daginn fyrir uppljóstrun... Þetta kom mér því ekki mjög á óvart...
Svo læddist líka smá grunur að mér í 20 vikna sónar, því ér er ekki frá því að á meðan hjúkkan sýndi okkur líffæri, þá glitti þarna í tólin, enda er stráksi eins og pabbi sinn með tólin áberandi stórt hlutfall líkamans...
Loks reiknaði ég með stráki, þar sem ég hafði lesið mig til um bestu leiðina til þess að búa til einn og ég fór bara eftir öllu sem mælt var með... og það klikkaði ekki... Framundan er samsetning á námskeið þar sem ég deili með öðrum tækninni og hefst þá löng kennsluferð um Kína...


þriðjudagur, desember 21, 2010


Fórum í 20 vikna sónarinn í gær, litla krílið þá 20 vikna og eins dags... Miklu skýrari mynd núna af barninu... Öll mikilvægustu líffærin gefin góð skil og fyrsti leikur krílis af "gjúgg-í-borg" leikinn... Svo var spriklað, vinkað og sungið fyrir okkur... Einstaklega gaman að sjá...
Svo litum við undan meðan tékkað var á "you-know-what" og niðurstaðan sett í umslag... Umslagið var svo innsiglað, sett í brynvarðann bíl og flutt undir eftirliti ninjahers til Top Secret útsendara hennar hátignar í barnavörubúð þar sem við völdum bleikann og bláan samfesting... Útsendarinn notaði 64bit dulkóðunarforrir til að vinna úr innihaldinu og setti viðeigandi samfesting í skotheldan kassa með tímalás sem opnast ekki fyrr en á aðfangadagskvöld... Við settum slaufu á líka, tvöfaldann hnút (aldrei of varlega farið)...
Þannig stóra leyndarmálið verður ekki uppljóstrað fyrr en á jólunum í faðmi stórfjölskyldunnar... Verður þetta bleikur eða blár samfestingur...? Eða kannski þrír gulir...?


þriðjudagur, desember 07, 2010


Mikið er eftitt að detta ekki í kattarbrandara... Held þetta sé svona "coping mechanism" til þess að komast yfir ógeðs kattarstrófuna...
Reyndi að dreyfa huganum við að baka jólasmákökur í gær... Notaði ekki einu sinni kattartungur...
Lenti svo í að pæla hvort kötturinn var fórnarlamb Schrodinger... Fyrir þá sem þekkja ekki tilgátuna með köttinn hans Schrodinger þá meikar þetta kannski ekki sens, en ég er alveg viss um að kötturinn var hvorki lifandi né dáin þangað til við fundum hann...
Svo er auðvita vissara að heimta einhverja flík í jólagjöf, bara svo jólakötturinn festi sig ekki þarna líka...
Og loks get ég ekki hætt að raula vinsælasta lag Phoebe í Friends þáttunum...


mánudagur, desember 06, 2010


Það var nú ekkert smá ógeðsvesen sem við lenntum í á laugardag... Eitthvað sem hófst sem sakleysisleg hreinsun á hitakompu endaði á mun verra...
Þetta hefst allt á kattaróféti sem hefur nokkru sinnum laumað sér inn um þvottaherbergisgluggan og legið í hitanum í kompunni fyrir innan... Hann hefur hrætt úr manni líftóruna þegar maður fer niður með þvott og sér þessi djöfulegu störa á mann úr myrkrinu... Með augnsvip á við Satan sjálfan nema ekki eins blíðan...
Maður var að pæla í að reka hann út svo hugsaði maður að þætta væri hálf saklaust og maður lét hann vera... Var svo komið að hann var þarna í hvert sinn sem maður fór í kjallarann....
Einn daginn sem Anna fór niður beið hennar eitthvað ekki svo saklaust... Það var bara þessi svakalega kattahlandsfýla... og engin venjuleg fýla... Kötturinn hlýtur að hafa verið með þvagblöðrusýkingu eða álíka...
Það er ógerningur að finna hvað kötturinn hefur mígið á því hitakompan er troð full af drasli frá tugum fyrri leigjenda sem hafa skilið hluti þarna eftir í gegnum áraraðirnar... Er þá tekin ákvörðun að bara hennda öllu út á haugana...
Það er nú stórt verk þannig það þarf að finna tíma sem henntar öllum (mér, Önnu og frænda hennar með kerruna) og fellur að opnunartíma Sorpu... Þar sem vinnutími minn hefur verið svaðalegur síðuðstu mánuði þá sat komputæmingin á hakanum í tvær vikur... Við bara lokuðum hurðunni og lyktin hvarf úr þvottahúsinu...
Svo var komið að því á laugardag... Við ráðumst í verkið og byrjum að troðfylla kerruna... Eitthvað af þessu drasli hlýtur að vera áhlandaða ógeðið...
Hálfnaður á leið tilbaka frá Sorpu hringir Anna í mig... Haldiði ekki að hún hafi fundið orsök lyktarinnar...
Þarna var kötturinn... Steindauður...! Hann var búinn að grafa sig inní draslið út í horni og troða sér undir hitaveiturörin og festa sig... Liggur hann þarna núna í hland/saurs/blóðpolli á heitasta staðnum sem bakar þennan ilm upp í loftið... Og þetta var enginn venjulegur köttur... Hann var á stærð við hlébarða...! Fyrst þurfi að ná vatnsmelónustærðar hausnum úr sítrónustóru bili og var ég bara með drullusokk sem ég notaði skaftið á til að ýta með tilheyrandi braki og brestum...
Svo varð að smokra hálfstífa ferlíkinu gegnum röra völunarhús og inní svartan ruslapoka sem rétt passar... Hann var límdur pastur í lífsýna pollinum og maður var ekki fyrr búinn að hreyfa hræið millimetra þegar lyktin fer vaxandi í lógaríðmískum veldum... Loksins er skepnan komin í poka en stór stykki af feld og flehhhh liggja eftir í líminu...
Það var orðið svo ólíft þarna inni að maður varð að flýja... Eftir að hafa loftað út í hálfan sólarhring lokuðum við tómri kompunni aftur og var hringt í sérsveit hreingerningarmanna sem koma í dag og sótthreinsa kompuna hátt og lágt...
Sjálfur fór ég í sjö tíma sturtu og skrúbbaði hátt og látt með aseton, edik, blásýru og brennistein til að ná örugglega öllu af líkamanum... Rak ég svo nefið ofan í sterka sinnepskrukku og andaði stíft inn uns nályktin sviðnaði burt ásamt öllum nasahárunum...
Ullabjakk...
En þrátt fyrir alla þessa megaógeðs upplifun, þá kom eitthvað gott úr þessu... Kóreskur kvöldmatur... Nei joke... Átum ekki köttinn... Við græddum tóma geymslu... Eitthvað sem okkur hefur sárvantað... Og næst þegar ég sé kött þarna inni, þá mun ég henda honum strax út áður en hann gerir sig heimilisvanann... Nema, ég sé sama köttinn... Þá verður hlandlyktin ekki frá ketti...


Home