Lífið, heimurinn og allt saman

miðvikudagur, september 29, 2010


Vá hvað er lítið að gerast hjá mér þessa dagana... Maður er bara sem biluð breiðskífa, föst í sömu rákinni, með sama mynstrið dag frá degi... Lítið nýtt að frétta og engar óvæntar uppákomur í tilverunni...
Jú að vísu, ég var að læra eitthvað alveg nýtt... Sko, um helgina gerði ég megamintumareneringu á lambalæri á laugardegi... Át ég svo meiri mintumeme afganga í laugardagshádegi og svo gerði enn og aftur réttinn á sunnudagskvöldi...
Fyrir utan að vera einstaklega vel mettaður af mögnuðum rétti þá hafi öll þessi minta jákvæðar aukaverkanir á líkamnleg loftköst... Það var nefnilega bara ferskur andblær á aftansöngnum... Kom manni alveg á óvart... Ég hugaði fyrst "hver prumpaði á jólatré?"... Bara eins og einhver væri með Fabreeze spreybrúsa... En þetta var bara manngerður gerfiilmur (ekki prenntvilla á "gerfilimur") og skemmtileg tilbreyting á venjulegum vindleysingum...
Þá vitiði það, næst þegar þið þurfið að hitta drottnginuna (þá bresku sko (þær skandinavísku hafa betri kímnigáfu (og verri lyktarskyn)))...


miðvikudagur, september 22, 2010


Ég er heimsins versti bíðari... Óþolinmæði styttri en helmingunartími Ununhexium (ca. 60ms) hafði samt þolinmæði að flétta því upp)... Eru því þetta búnir að vera langir og strangir dagar í að nýji blurey spilari minn dettur í hús... Versta er að einn og einn hlutur tengdir honum eru að poppa inná póst, svona sem vel stráðar spælingar, því allir hluturnir eru algjörlega ónothæfir án spilarans sjálfs sem er síðastur í heimahöfn...
En það styttist vonandi (þó það lengdist á tímabili (bévítans villur í útgáfudögum á Amazon))...
Það er samt að vera frekar plásslaust í sjónvarpsskápnum mínum... Fékk ég þá, þá snilldar hugmynd að gefa bara DVD spilara minn og setja nýja tækið þar í staðin... Enda þarf ég ekkert á DVD spilara þegar Bluray spilarinn spilar þá diska líka... Er ég meira segja búinn að hringja í bróður minn sem á ónýtann spilara til þess að tilkynna honum að hann má eiga minn... En... Svo kviknaði á fattaranm... Það er alþjóðlegt læsingarkerfi á Bluray spilaranum sem er ekki á DVD spilaranum... Ég get bara spilað diska frá Evrópu... Vill ekki betur til en 95% af DVD fjallinu mínu er frá USA...
Ehhh... Á þá einhver DVD spilara handa mér til að gefa bróður mínum...?


fimmtudagur, september 16, 2010


Mikið er ég ánægður með að hafa kynnst, ekki bara einu, heldur tveimur Kús í vikunni... Eitt er nefnilega alls ekki nóg ef maður ætlar að fá sér Kúskús, meðlæti sem er svona brjálæðislega gott, einfallt og fljótlegt... Ég gat mallað það heima auðvita, en best var að ég gat líka púslað því saman í vinnunni, bara með vatni úr kaffivélinni...
Nú verða hrísgrjón að víkja sem mitt meðal meðlæti... Held samt að kúskús séu að vísu hrísgrjón, nema skorin í tvennt... Þversumt, ekki langsumt... Enda vory heil hrísgrjón upprunalega kölluð kúskúskúskús, og þetta bara einföld stærðfræði...


mánudagur, september 13, 2010


Þá er síðasta fríhelgi mín fram að... eh... lok maí (?), afstaðin... Semsagt helgi sem telur vinna á föstudagskvöldi með... Það er vegna þess að Logi í beinni er að bresta á með sínar hefðbundnu útsendingar á þeim kvöldum... Að því viðbættu er búið að biðja mig um að klippa einhverja stofu þætti kennda við spaug... Þeir eru sýndir á laugardögum, þannig ég er eflaust ósjaldann ræstur snemma þann dag til að klára þann þátt... Í raun er ég næstum fastur í harðrammi forræðisdeilu milli þessara tveggja dagskrárliða þannig til að þóknast báðum eru framundan laaaaaangir dagar...
Var því fínnt að ná einni ágætis slökun þessa helgi... Föstudagur var út að borða með afmæliseiginkonunni og sæng snemma uppí sófa... Á laugardegi var ætt út í villtu landsbyggðina... Æddu í afmæli í bæ á Reykjanesinu og áttum þar hótelgistingu til að geta tekið tjúttið aðeins alvarlega... Kvefpest dreyfði athyggli minni frá timburmönnunum sem voru að vinna hörðum höndum á yfirvinnu, og var það ekkert skárra... Svo endar þetta með smá tuðrusparksútsendingu og svo meira sófastuð... Fýraði upp græjurnar í sjónvarpsglápi þannig það eru komnar steypuskemmdir í nærliggjandi hús...
Nú er bara að bretta upp ermarnar (mætti í stuttermabol til að flýta fyrir því) og takast á við megavikurnar framundan... Sjáumt næsta sumar...


fimmtudagur, september 09, 2010


Mikið er ég pínu spældur að komast ekki til Eyja (Vestmanna-) á sunnudaginn... Það átti að verða ein stutt útsending, en léttur og langur dagur sökum ferðalags í góðum félagsskap, en því miður eins og Herjólfur strandaði þau áform...
Ég meina, hvernig fór fólk að því að byggja svona lélega höfn...? Of grunnt til að landa helminginn af tímanum, smá vindgöla skilar þriggja metra ölduhæð og það má eflaust ekki einu sinni sturtu úr tveimur kömrum í einu við bryggjuna, því þá verður of straumhart til að sigla í land...
Á sandi bygði heimskur maður hús, en hversu vitlaus þarf sá að vera sem fékk sama hálfvitann til að byggja bryggju þar líka...?


mánudagur, september 06, 2010


Ég væri enn að sleikja sár helgarinnar ef ég væri ekki að sleikja út um af næringu hennar... Eftir ofur rólegt "sofna undir sæng uppí sófa" kvöld var vaknað snemma og brunað í ræktina... Maður þurfti nefnilega að koma sé í andlegt og líkamlegt fyrir átökin framundan... Það var hin árlega Ölympics keppni...
Hún var aðeins minna í ár en undanfarið, enda Durgarnir og Durga áhangendur dreyfðir um hvippinn og hvappinn... En fjórir er tala sem hefur loðað við Ölympics og voru fjórir að keppa... Ekki fjórir hópar eins og nokkru sinnum áður, heldur fjórir einstaklingar... Var því dregið í lið lennti ég með Ölympics hreinsveini á móti tveimur vel vönum fyrrum dómurum...
Eftir hatramma baráttu sem var frekar einstefnuleg, þá bar hitt liðið sigur úr bítum (sopum)... Enda var voða erfitt að slá við köppunum þegar maður lendir með keppanda sem getur ekki lokið sumum greinunum... Ekki það að ég sé eitthvað bitur... Þetta var skemmtileg stund út í náttúru Íslands með góðu fólki... Maður hefði líka rústaði þessu í einstaklingskeppni, og það veit maður í hjartanu (og lifrinni)...
Svo hélt bara gleðskapurinn áfram og áfram og teygði hann anga sína inná ýmis ölkeplduhús bæjarins...
Sunnudagurinn fór hinsvegar ekki í hina skyldubundna slökun sem fylgir vanalega Ölympics... Það var ræsing snemma fyrir ræstingu á húsinu... Nokkrir gestir voru að fara bera á garð í sushigerð, þannig allt fór á fullt og gat maður huggað timburmennina með tilhlökkun um yndislegan þynnkubanakvöldmat...
Eins og vanalega skaut ég vel yfir markið í matarmassa og bar borðið að sligast undan sjávarréttunum ásamt hálfum her að hænuhöndum sem ég vippaði saman ef það væri ekki nóg af sushi...
Átti ég því ofur afganga fyrir hamingjusamt hádegi og sælkeralegt síðdegissnarl á fyrsta degi nýs vinnuviku... Og heima bíða hænurnar eftir að ég komi og klári að naga á þeim neglunar... Nammi namm...


föstudagur, september 03, 2010


Var að pannta mér Blu-ray spilara... Vanntar náttúrulega þannig til að spila og prófa allt efnið sem ég er að vinna í...
Ég keypti alveg sérlega tæknivæddan spilara með löngu og flóknu nafni...:
Powerful
Lazer
Accessing
Your
System
That
Amplifies
Trauma
In
Other
Nerds
Thrice...
Skammstafað: PLAYSTATION 3... Vona þetta standi undir nafni...


fimmtudagur, september 02, 2010


Ég hef nú lennt í lélegri tónlist í spinning en þessi í gær sló öll met... Það var eins og einhver hafi tekið píkulegasta píkupoppið úr vagínuvörulistanum og endurblandað í estrógeni yfir tussulegurstu tóna sem heyst hefur... Ef það hefði ekki komið eitt lag frá meisturum Musa þarna í miðjunni, þyrfti ég að pissa sitjandi í viku...


miðvikudagur, september 01, 2010


Nú er líkamsræktin komin á fullt... Svo fullt að ég varð að kaupa mér auka sett af írþóttafötum í gær... Hef nefnilega einstakt lag á því að gleyma stuttbuxum annarsstaðar, og þá bara þegar ég er úti á landi... Hægt að rekja ferðasögu mína með stráfelldum brókum um standirnar...
Ég fór í Útilíf í Glæsibæ í leit minni að nýjum flíkum og vappa um í karladeild en finn ekkert... Loksins sé ég nokkrar stuttbrækur og renni til herðatrjánum (í raun mittistré) í leit að minni stærð og finn síðasta parið af XL (ófeiminn að segja það, enda væri ég ekki í átaki ef ég væri minn stærð)...
Ég ætlaði bara að kaupa þær strax en hugsaði að það væri vissara að máta þær fyrst... Ég fer í skiftiklefann, strippa og vippa mér í brækurnar... En það var eitthvað flipp þetta vipp því upp vildu brækurnar ekki... Oh my god... Passa ég ekki í XL, hugsaði ég, og hjartað sökk í buxnurnar (eða reyndi (það var ekki pláss))...
Ég labba fram og hendi frá mér buxunum... Best að kíkja þá í Seglagerðina... En þá kallar afgreiðslukonan á eftir mér... Afsakið... Varst þú að máta drengjabuxurnar...? Ehhh...
Meiri vitleysan að hafa þær hangandi þarna sem reglubundinn óviti getur slysast í... Fékk þarna 1-2 högg á egóið... Fyrst var ég of stór fyrir XL buxur og svo of vitlaus til að sjá þetta var barnastærð... Ég var bara eins og hver annar hnakki í bíó á leið á The Expendable um kvöldið (meira eftir smá)...
Konan kom og sýndi mér nokkrar brækur í fullorðinsstærð og fann ég einar glæsilegar og keypti bol í stíl... Svart, með hvítum og rauðum rákum... Lít út eins og Batmanbíllinn nema ekki eins straumlínulaga og sparneytin... Er mun hættulegri samt...
Æddi ég þá í bandí, tvíefldur af fatatvennunni nýju... Að bandí loknu var svo séns á að kíkja í bíó sem ég og gerði... Stefnan var teki á Scott Pilgrim Vs. The World í annað sinn (AWE-some mynd!)... En leiðin í bíó var löng þar sem fyrir framan mig var löng röð út að dyrum sem samanstóð nær eingöngu af tribaltáttúveruðum tröllum sem áttu bara efni á þriðjudagsbíó því allur peningur þeirra fer í fæðubótaefni... Gaurar sem ekki beinlínis sitja neðarlega á viskutrénu, heldur frekar hafa grafið sig undir það og naga í ræturnar... Klessar við þá voru svo sprey-tan reyktar skinkur sem svöruðu öllum eins atvæðis setningum rumanna með æj, þú veist, eða eitthvað... Saman gætu þau ekki stafað "bíó" með þremur vel völdum Scrabblekubbum... En sem betur fer lá leið þeirra alla á The Expendables (nýja Stallone myndin nefnd eftir fullorðinsbleyjum hans) og var því ekki uppseltt á Scott Pilgrim... Þau hefðu hvort sem er ekki skilið myndina, hvað þa bíómiðan sem á stóð "Salur 2" því þau hefðu aldrei geta talið það hátt...
Myndin rokkaði í annað sinn og sofnaði ég sæll með syndandi myndir af skemmtun kvöldins...
Góðan daginn harðsperrur...


Home