Posted
6:31 e.h.
by Unknown
Á leið í bíóið í gær löbbuðum við framhjá búð sem heytir "Candy Mountain"... Þvílíkt og annað eins úrval...! Nammi frá mörgum löndum í úrvali frá hinu hefðbundna (M&M, Snickers) til eitthvað sem ég myndi hugsa mig tvisvar um að éta (og samt ekki éta) eins og súkkulaði húðaðir maurar og sleikjóar með stórum engisprettum og ormum...
Í búðinni var líka allskonar úrval af 80's memerobilia og vörur í gömlum pakkningum... Það var eins og að stíga aftur í æsku mína úti í U.S.A... Ég fann sælgæti sem ég át alltaf þar en hef ekki séð í 15 ár... Það var svo gaman þarna... I felt like a kid in... um... some kind of store...
Posted
6:31 e.h.
by Unknown
Á undan myndinni fórum við nokkur fyrst á Sushi stað ("All you can eat" (þurfti ég að taka það fram?))... Þar voru nokkrir "sushi newbies" (nokkur skipti áður) og hinir voru "virgin sushi eaters"... Það var þá fínt að geta kennt þeim á þetta eftir um 20 ára reynslu (jamm, byrjaði snemma í U.S.A. sem krakki)...
Ég að vísu spilaði mig aðeins meiri með því að stanslaust minnast á allt með japanska nafninu til að rugla félagana þannig ég var alltaf sá eini sem vissi hvað var að gerast...
Ég: "Oh, order the Tekka Maki..."
Cliff: "What's a Tekka Maki..."
Ég: "Tuna fish in a roll..."
Cliff: "Why don't you call it a Tuna Roll like it say's here...?"
Ég: "Um... because that might confuse you with the Spicy Tuna Maki..."
Cliff: "What's a Spicy Tuna Maki...?
Ég: "Spicy tuna in a roll..."
Svo náttúrulega er regla á "All you can eat" stöðum að maður verður að éta það sem maður pantar annars er maður rukkaður auka fyrir það... Fyrst þetta voru allt nýgræðlingar þá varð ég svona "backup" kerfi ef þeim líkaði ekki við eitthvað... Fyrir vikið voru þau til í að prófa að panta fleiri tegundir af hlutum... að vísu endað helmingurinn síðan á disknum mínum, munni og maga...
En allir höfðu mikla ánægju af þessu og fundu eitthvað sem þeim líkaði við... Að vísu fannst þeim 25$ (með þjórfé) pínu mikið því náttúrulega fyrir Kanadamenn er þetta hlutfallslega meira en venjulega máltíð (en ekki ég (25$ er um 1.300 íslenskar krónur (hamborgari á Hard Rock Reykjavík og gos)))... svo var það líka ekki alveg eins mett og ég... Þrýstingurinn í maganum var svo mikill að ég myndaði demanta...
Posted
4:32 e.h.
by Unknown
Fór aftur til Toronto í gær til að sjá annan "viðburð" fyrir eitt fagið hér... Að þessu sinni var það einhver mynd frá litlu landi sem kallast Englar Alheimsins (myndir heitir það (ekki landið)), sem er skifuð eftir einhverri bók undir nafni (og myndin (ekki landinu))...
Ég hafði séð hana áður en minnti að hún var ekki alveg svona þung... Ég var búinn að lýsa henni sem tragic comedy eins og "One Flew Over The Cuckoo's Nest" nema á Íslandi þannig þetta er í raun "One Flew Over The Penguin's Nest" (þau vita ekkert hvar finna skal mörgæsir)...
Mér fannst hún góð en hinsvegar fannst öllum hún verulega þung og langdreginn... Ég vona að ég nái fólki aftur út í næsta mánuði til Toronto á Börn Náttúrunnar...
Ég vorkenni samt félaga mínum sem sat við hlið mér því ég gat ómögulega stoppað mig í að gefa honum "running commentary" yfir allt sem var í myndinni... "That's my neighborhood", "That's our City Hall", That's where I go for hamburgers 6:00am"... Hefði hann ekki verið sofandi hefði þetta verulega truflað hann...
fimmtudagur, janúar 29, 2004
Posted
5:55 f.h.
by Unknown
Fór til Toronto í dag til að fara á tvo viðburði... Við þurfum að fara á fjóra til að fá "A" einkun í einu verkefni...
Fyrst sá ég "a panel discussion" um heimildarmyndir þar sem var borið saman heimildarmyndir sem eru skipulagðar fyrir fram og oft með "thesis" á móts við heimildarmyndir sem voru teknar upp um eitthvað þannig þær þróuðust eftir því hvernig viðfangsefnið varð (lélegar útskýringar hjá mér (sorry))...
Eftir það sá ég heimildarmyndinar "The Corperation" þar sem talað var um stór fyrirtæki, kostir og gallar (aðallega gallar)...
Hlutir sem ég lærði...
Coca-Cola fyrirtækið bjó til Fanta (í fyrsta sinn) í seinni heimstyrjöldinni til þess að selja Þjóðverjum sérstaklega því það gat ekki selt þeim Kók... Þannig Fanta er í raun Nasista drykkurinn...
IBM seldi Nasistum (í seinni heimstyrjöldinni) stimpilkort skráningarvélar til þess að þeir gæti haldið upplýsingar um alla gyðinga sem voru að fara til (og voru í) útrýmingarbúðum... Það var ein í hverri útrýmingarbúð og lestarstöð... svo sendu þeir mann mánaðarlega til þess að viðhalda hverri vél, meira segja til Auswitch (hvernig sem það er nú stafað)...
Merkilegt nokk...
Hmm... erfitt að enda svona blogg með "punch-line"... jú eflaust, en það yrði smekklaust...
Posted
5:50 f.h.
by Unknown
Hreingerningarkonunar komu mér aftur á óvart... Ég var búinn að segja frá því að þær taka alltaf matarleifarnar í eldhús vaskinum og setja í litla skál fyrir okkur (?)... Í dag var ég að skoða eldhúsið eftir að þær höfðu verið þar og sá að það voru fjórir teningar á gólfinu eftir þær höfðu þrifið það... Málið er að þessir tengingar voru þarna áður en þær þrifu gólfið... Þær þrifu í kringum þá, og jafnvel undir... eins og þeir væru eitthvað húsgagn sem mátti ekki færa...
Ég bíst við í næstu viku að sjá hárkollu inná baði, búna til úr gömlum skeggbroddum mínum í baðherbergis vaskinum...
Posted
5:48 f.h.
by Unknown
Bévítans internetið lá niðri í dag á heimavistinni... Ég komst ekki í að blogga... Í staðinn voru mínar hugmyndir bara að fyllast upp í kollinum á mér og ég gat hvergi komið þeim frá mér... Ég verð að setja öryggisventil á huga minn til þeess að losa um þessa spennu sem getur myndast við svona aðstæður...
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Posted
1:52 f.h.
by Unknown
Eftir veggjatennis brá ég mér aðeins í ræktina... eitthvað sem ég hef ekki gert lengi... Ég nennti ekki að fara í nein tæki þannig ég brá mér á hlaupabrettið, eitthvað sem ég stundaði mikið áður...
Ég nenni ekki að fara í neitt "program" þannig ég stilli á "manual" og lagaði hraðann eins og ég var vanur... Nú var spennandi að sjá hvort ég væri í eins góðu formi og síðast þegar ég var á svona bretti...
Ég byrja á hraða 6 (6 km/klst) til að hita upp í tvær mínútur... Svakalega var hraði sex eitthvað hraður... vanalega gat ég labbað í takt við "6" en núna varð ég að skokka... Jæja, best að demba sér í þetta... Ég skelli á "8" (8 km/klst) í smá stund til að vinna mig upp... Brettið fer hraðar og hraðar og ég er aldeilis hissa hvað hraðinn er mikill... Er ég virkilega í svona lélegu formi að ég get ekki haldið í við "8"... Þetta dugar ekki... ég er búinn að hlaupa þarna á "8" í smá stund og er ekki sáttur... ég verð að ná árangri þannig best að skella sér á "12" eins og ég hljóp alltaf vanalega...
Brettið fer hraðar og hraðar... Ég held áfram... það fer hraðar og hraðar... hraðar og hraðar... hraðaroghraðar... HRAÐAROGHRAÐAR...!!! Andskoti er ég í lélegu formi... Held varla í við "12"...
Ég staulast áfram á brettinu á meðan ég reyni að hægja á mér... Ég loksins kemst á skikkjalegan hraða og næ andanum...
Ég trúi ekki að ég sé svona slappur... En...! Þá fattaði ég...! Ég er í raun ekki svona slappur...!
Nú spyr ég kæru lesendur... Hvað fattaði ég...?
Posted
1:50 f.h.
by Unknown
Það þekkja allir regluna í sambandi við líkamsrækt: "No Pain? No Gain!"...
Ég tryggi sjálfum mér nógu miklum kvölum til að ná árangri með því að henda mér eins oft og ég get í gólfið og í veggina í veggjatennis... Hinsvegar sé ég að herbergisfélagi minn stendur alltaf í báðar lappirnar... Hvernig ætlar hann eiginlega að ná árangri með því...
Ég náttúrulega tók mig þá til að negldi boltanum í lærið á honum (óvart, en það er hugsunin sem skiptir máli)... Hann fann ekki nógu lengi til, þannig næst skaut ég í gagnaugað á honum... það var það minnsta sem ég gat gert fyrir drenginn...
Posted
1:32 f.h.
by Unknown
Þvílíkt óveður... O.K., ekki beint "þvílíkt, en samt óveður... Það er skíta kuldi, það snjóar og er ansi hvasst sem gerir kuldann enn kaldari (eðlisfræðingar útskýrið af hverju, ef agnir á hreyfingu skapa hita)... Skólanum var lokað klukkan 3:00 en sem betur fer þá var ég akkúrat bara í tíma til 3:00 þannig ég missti ekki af neinu (nei, það er ekki nördaskapur að vera leiður yfir að missa af tíma, þetta eru allt bara svo góðir tímar)...
Ég lagði hinsvegar í það að labba í ræktina með herbergisfélaga mínum til þess að spila smá veggjatennis... Á leiðinni var ég að tala um snjóengla (veit ekkert hvernig það komst í umræðuna) og þá viðurkenndi hann að hann vissi ekki hvað snjóenglar voru (!)...
Þá náttúrulega henti ég mér á næsta osnotna svæðið og bjó til þennan myndarlega snjóengil handa honum...
Mental Note: Ef þú ætlar að búa til snjóengil í íþróttafötum vertu viss um að vera vel girtur og búinn að herða reimina/teyguna um mittið... Mér tókst nefnilega að veita sjálfum mér þarna "snow wedgie"...! *BRRRrrrr!!!*
mánudagur, janúar 26, 2004
Posted
8:22 e.h.
by Unknown
Ég og herbergisfélagi minn erum með óformlegt samkomulega sem hefur myndast á veru okkar saman... Ég held fyrir honum vöku á næturnar og í staðinn þá vekur hann mig alltaf eldsnemma... Það er nefnilega þannig að ég sofna oft ekki fyrr en 5:00-7:00 á morgnana en hann sofnar oft um 21:00-22:00 leytið... Hann ræsir sig hinsvegar um 7:00-8:00 en ég um hádegi... Í raun ef við færum ekkert út og værum alltaf í íbúðinni myndum við rétt bara sjást nokkra tíma á dag...
Um helgar ef hann er ekki að djamma (greyið getur bara djammað einn dag í röð með mér) þá vill nokkuð oft til að við skólafélagarnir erum drekkandi hér og reynist erfitt fyrir hann að sofna... Í staðinn fyrir að kvarta og kveina þá rífur hann mig bara í staðinn á lappir daginn eftir um 10:00... sem er í raun gott því eins og alliir vita (OK, ekki allir (í raun ég og fólk svipað mér (ekki í útliti (heldur atferli)))) þá er ein besta leiðin til að sleppa við þynnku er að vakna ennþá fullur og er það aðeins hægt ef maður fær lítinn svefn... plús, það gerir miðdegislúrinn svo mikið sætari... Úúú! Ef maður notar sykurpúða sem kodda, þá (!) verður miðdegislúrinn enn sætari... vertu bara viss um að þú átt gott sjampó...
laugardagur, janúar 24, 2004
Posted
9:45 e.h.
by Unknown
Jæja, loksins búinn að afpakka...! Ég er nú rétt bara búnn að vera hér í 19 daga (sem að vísu er lengra en flest íslensk sumarfrí erlendis)... Magnað hvað varð skyndilega mikið plass í herbergi mínu eftir það... til að losa um meira pláss gerði ég þvottinn minn... á meðan það var að klárast hengdi ég upp önnur föt og gékk frá... svo tók ég rúmið mitt og snéri því að veggnum þanig nú er enn meira pláss... Svo ryksugaði ég *GISP!*...
Ég talaði við félaga minn og hann sagði (náttúrulega eins og allir myndi segja við mig) að annað hvort væri ég veikur eða blindfullur... Ég er allavega ekki fullur ennþá þannig ég hlýt að vera fárveikur... Ein góð leið til að losna við veiki er að drekka hana úr mér... Ég vona það fær mig ekki til að taka enn meira til...
P.S. Ég tók samt ekki til á skrifborði mínu... ég verð að hafa eitthvað í mínum stíl hér...
föstudagur, janúar 23, 2004
Posted
9:59 e.h.
by Unknown
Mjög ánægður... Er ennþá ekki búinn að kveikja á sjónvarpinu síðan ég kom til þess að horfa á almennt sjónvarpsefni... Ég kveikti hinsvegar á því þegar ég var að tengja DVD spilarann minn því ég nota hann sem tónlistargræjur... Hann spilar nefnilega MP3 diska þannig ef ég er með sjónvarpið í gangi sé ég hvaða lag er að spila...
Ég ætla að vísu á sunnudaginn að horfa á sjónvarpið í fyrsta skiptið... Ástæðan er Golden Globes verðlauna afhendingin... Ég hef bara horft á Golden Globes tvisvar eða þrisvar en það er mjög skemmtilegt... ekki eins formlegt og Óskarsverðlaunin (sem ég hef horft á síðustu 12 árin)...
Mikið er gott að vera á stað þar sem þessar hátíðir eru sýndar á góðum tíma (20:00) frekar en eins og heima þegar maður varð alltaf að vaka eftir þeim því þær byrjuðu ekki fyrr en 1:00...
Eins mikill vökugaur og ég er, þá verð ég samt að viðurkenna að ég hef sofnað yfir þessum hátíðum (kannski tvisvar *hneyksl* (eða þrisvar *hneyksl**hneyksl*)) og ekki séð endinn þar sem aðal verðlaunin eru... en ég ætti ekki að hafa áhyggjur yfir því núna... Nema ég verð náttúrulega útkeyður eftir gott djamm alla helgina... en hvenær djamma ég svo sem heila helgi... *HÓST!*...
Posted
5:36 f.h.
by Unknown
Fór aftur í veggjatennis... Venjulegu vellirnir (tveir) sem við (herbergisfélaginn) spilum á voru uppteknir þannig við fórum á þriðja völlin sem er ekki alveg eins góður en dugar samt því það eru jú fjórir veggir og gólf...
Eftir smá upphitun var keyrt allt á fullt og við þeyttum okkur fram og tilbaka yfir völlinn... Eins og vanalega þá verð ég að skutla mér eftir boltunum sem er ómögulegt að ná... Á hinum völlunum þegar ég skutla mér þá er fyrst þetta "slow motion" tignalega flug með spaðann á lofti... svo kemur "SKELLUR!"... kannski kemur "smakk" (ef ég hitti boltann)... og loks "skraaaaaaaans" þegar ég renni eftir gólfinu frá einum til 12 metra (fer eftir því hvar ég er í herberginu)... Mikið finnst mér þetta gaman...
Hinsvegar var málið ekki alveg sama á þessum velli... Það er flug (tignarlegt náttúrulega)... svo "SKELLUR!"... svo (kannski) "smakk"... loks (þegar ég býst við uppáhaldi mínu) kemur "SKRNS!!!" og það rýkur af hörund mínu...
Maður snarhemlar svo svakalega á þessu eina gólfi að ég fór ekki lengra en þann litla sentimeter sem þurfti til að gefa mér glóandi brunasár... Ég stend upp og bursta af mér rykið (í raun öskuna) og held áfram... Auðvita varð ég samt náttúrulega að gera þetta aftur og aftur því þó að "brennt barn forðast eldinn" þá forðast brenndur Raggi ekki boltann... enda malaði ég herbergisfélagann...
En ef ykkur er sama ætla (verð) ég að velta mér aftur uppúr snjónum...
Posted
5:30 f.h.
by Unknown
Chris félagi minn bankaði uppá í kvöld og ég hleypti honum inn...
Chris: "Holy...!"
Ég: "What...? You've never seen a wet, naked Icelandic guy in a towel, cooking salmon on an immitation George Forman grill....?"
Chris: "Holy...!"
Greinilega ekki... tepra...
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Posted
2:47 e.h.
by Unknown
Eins og ég hef oft minnst á áður þá eru miðvikudagar Pub Night á skólakránni... Í gær hinsvegar ákvað ég að fara ekki því ég var búinn að bóka hljóðverið til þess að vinna verkefni sem átti að skila í dag... Maður á að setja hljóðbrellur við einhver kvikmynda "trailer"... Ég valdi Kill Bill...
Það eru tvær tölvur til þess að vinna á og ég var þegar búinn að vinna í fjóra tíma á einni þeirra og ætlað að ná öðrum fjórum í gær...
Vélin sem var með verkefni mínu var upptekin í gær þannig ég ætlaði að afrita skránnar á geisladisk og færa yfir á hina... Ég byrja að leita að verkefni mínu en finn ekkert... ég leita meira og meira en finn ekki verkefnið... Ég raun finn ég ekkert verkefni frá neinum á tölvunni... Þá hafði einhvern veginn fyrr um daginn komið tölvubilun og allur harðidiskurinn sem geymdi verkefnin fyrir um helminginn af nemendunum tæmst...! Ég er ekki mikið fyrir að blóta en ég gaf mér skáldlegt leyfi til þess að segja ákveðið fjargra stafa orð... nokkru sinnum... Í raun rímaði setningin mín við "duck, duckity, duck duck!"...
Ég var allavega kominn með allar hljóðbrellunar á minni tölvu þannig ég færði mig yfir á hina vélina og byrjaði að afrita skránnar yfir og ætlaði bara að byrja uppá nýtt... Þegar ég er hálfnaður að afrita þá kemur villumelding... Þá er harði diskurinn fullur á þeirri vél... Ég skoða valmöguleika mína út frá forsendunum...
A. Verkefni mitt er horfið...
B. Vél 1 er upptekin ú nóttina...
C. Vél 2 er stút full...
D. Það er miðvikudagskvöld...
Það þarf engan snilling vita hvað ég gerði...
Posted
2:17 e.h.
by Unknown
Fórum í gær til Toronto til þess að sjá einhverja mynd fyrir einn áfanga í skólanum... Ein stelpa í bekknum reddaði okkur nokkrum miðum og skipulagði dagsferðina... Önnur skutlaði okkur...
Þegar við vorum að keyra af stað kom þetta samtal:
Skipulags stelpan (Lisa): "I'm like the mommy of the group... I find the events, plan everything, book stuff and get the tickets..."
Bílstjórinn (Cindy): "I'm like the soccermom, driving all the kids..."
Litla Kóreu stelpan (Trisha): "I'm like the baby having everything done for me..."
Félagi (Richard): "I'm like the cousin being dragged along..."
Trisha: "And Iceland is like the big brother of everybody..."
Lisa: "Yeah, the dirty, sexual big brother... ... but not in a bad way..."
Iceland (ég): "Wha...?!?"
Ég varð að fá útskýringu á þessari lýsingu "Dirty, sexual big brother"... Þá greinilega finnst henni ég vera að segja oft dónalega brandara (eitthvað spontant bull í mér (ekki svona "gaur fór inn á bar" brandara))... en ekki lélega brandara samt (hjúkk)...
Er ég eitthvað dónalegur í alvöru...? Er þetta ekki bara standard evrópskur húmor... Ég hef nú oft minnst á hvað Ameríkanar eru miklar teprur...
Neh, þetta getur ekki verið ég, er það nokkuð...? Hvað finnst ykkur út frá blogginu mínu eða þið sem hafið hitt mig...? Eru þetta ekki bara teprur...?
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Posted
7:39 e.h.
by Unknown
Í gær bað einn félagi minn um pínu hjálp í heimasíðugerð og spurði hvort að við gætum gært þær á sama tíma... Ég játaði náttúrulega og við mæltum okkur mót... Aðeins seinna hrindi annar félagi minn í mig og vildi líka vera með... svo annar og annar og annar... Jamm, allir að gera heimasíðu saman... Haha...! Ég endaði með að kenna fimm glórulausum (algjörlega) gaurum á Dreamweaver (sem er heimasíðuforrit) í nokkra tíma á meðan ég var að reyna að vinna að minni heimasíðu... Ekki nóg með að þeir kunnu ekkert á Dreamweaver, heldur voru þeir búnir að gleyma öllu sem þeir kunnu í Photoshop frá síðustu önn... Ég sýndi þolinmæði á heimsmælikvarða...
Ég nennti samt ómögulega að finna fimm mismunandi (plús mína svo) hugmyndir að útliti þannig í dag skiluðu fimm gaurar ískyggilega svipuðum síðum... Þeir áttu sjálfir erfitt með að reyna að sjá og muna hver gerði hverja...
Posted
7:31 e.h.
by Unknown
Löng vökunótt í gær sökum heimasíðugerðar og handritsskriftar... Ég var í raun lengst af að skrifa handritið (til 6:30 um morgun) því þetta átti að vera rómantískt atriði (ástaratriði)... Ég var ekki lengi sökum þess að ég sé eitthvað órómantískur... ég var lengi því ég hafði allt of margar hugmyndir og varð að sígja þær bestu úr...
Hinsvegar var tími klukkan 8 í morgun og ég stein svaf yfir mig... Ég rotaðist þegar ég snerti koddan (með höfðinu) og vaknaði svo 9:30 í morgun á vistru hliðinni með síman minn (sem er vekjaraklukka mín) á eyranu... Hann hefur greinilega hringt en ég tók hann upp og hef reynt að svara honum, með að ýta náttúrulega á takkann sem slekkur á "snooze"... Svo sofnað með hann á andlitinu eftir að engin svaraði... Ég kenni Nokia um...
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Posted
8:23 e.h.
by Unknown
Það er svo heitt í herbergi mínu núna... Það eru greinilega bara tvær stillingar á hitastiginu í íbúðinni... Klakavél eða ristavél... og skiptin þar á milli eru svo snögg... Ef það er of heitt, slekk ég á kyndingunni og opna gluggan... þá verður strax (eins og núna því ég sit við gluggann) of kalt... þá kveiki ég á kyndingunni aftur en hef gluggan samt aðeins opinn... þá er mér kalt öðru meginn en heitt hinu megin því þegar kyndingin fer í gang þá er eins og einhver er með hárþurrku í gangi (nema útblásturinn er stærri hjá mér) og það beint yfir skrifborði mínu... Án gríns, þá er útblásturinn á kyndingunni svo öflugur að hægt er að nota hann til þess að þurrka á sér allan líkamann nakinn eftir sturtu... um... ekki að ég hef prófað það samt... *ahem*...
Posted
8:00 e.h.
by Unknown
Ótrúlegt en satt þá fékk ég mér kjúklingavængi í gær... Ég veit ég sagði í síðustu viku að ég væri orðinn alveg vængefinn á því að borða þá á hverjum einasta mánudegi síðan ég kom (í haust)... en við förum alltaf nokkrir saman og þetta er skemmtileg og ódýr hefð... ég ætlaði að fá mér bara einhvern annan rétt en um leið og ég steig inn var svo rosalega góð lykt... Svo sá maður hrúgu eftir hrúgu af vængjum hjá öllum þannig maður gat ekki staðist þetta... og ég er alveg viss um að ég fæ mér vængi aftur næsta mánudag...
Fyrir utan hvað þeir eru bragðgóðir, þá hef ég svo rosa gaman að gera grín af hvað félagarnir naga vængina ílla... ég meina það er ennþá eftir brjóskið hjá þeim... Fékk fólkið tennurnar eitthvað seint á ævinni...?
Posted
7:52 e.h.
by Unknown
Ég er búinn að skella mér nokkru sinnum í ræktina og veggjatennis og eitt sem ég hef tekið eftir er að engin fer í sturtu þarna... Það hefur ekki einu sinni sést til manneskju á nærbuxunum (ekki að ég sé eitthvað sérstaklega að skoða)... Magnað hvað N-Ameríkanar eru spéhræddir...
Í gær að vísu kom ég úr ræktinni og sá þá í fyrsta sinn gaur með handklæði um mittið... Sko hann... nehhhh... hann fer í skápin sinn, felur nærbuxunar í lófanum, laumar þeim undir handklæðið á meðan það er um mittið og fer í þær... Svo fer hann í buxunar líka með handklæðið enn um mittið... Hvernig hefur hann þá þorað að baðað sig...? Var hann í sundskýlu eða...? Kanski vissi hann náttúrulega að það væri engar líkur á því að einhver annar myndi virkilega líka fara í sturu þarna... Líkurnar á að tveir menn væru í sturtu þarna á sama tíma væri eins og að rekast á Bigfoot og Týnda Snjómanninn í sömu veislunni...
mánudagur, janúar 19, 2004
Posted
8:46 e.h.
by Unknown
Ég var að rabba aðeins við leigubílstjóra um helgina... Það var snjór úti og bíllinn hans var svo svakalega sleypur á götunni... Ég spurði hann hvort hann þyrfti ekki að fá sér ný vetrardekk því bíllinn var varla ökuhæfur og fyrir vikið keyrði hann svo afskaplega hægt (ef það hefði ekki verið fyrir meðvind værum við ennþá á götunni)... Þá sagði hann mér að leigubílafyrirtækið setur ekki vetrardekk á bíla sína heldur lætur þá vera á slöppum sumardekkjum...
Ástæðan... Þannig endurnýja þeir bílaflotann... Bíllinn lendir í slysi, þeir hirða tryggingarnar og kaupa nýjan bíl... á meðan þarf greyið bílstjórinn að keyra um í slysagildru... Þvílíkt rugl...
Ég varð samt að staðfesta þetta þannig ég spurði nokkra aðra leigubílstjóra að þessu sama og allir höfðu sömu sögu að segja... Jamm, ég hitti slatta af leigubílstjórum um helgina, busy helgi (osturinn skilar sér ekki í vasann öðruvísi (setningin hljómar dónalega (ostur í vasann) en fyrir þá sem fatta ekki tilvísuna þá þurfiði að lesa blogg þessarar helgar))...
Posted
8:20 e.h.
by Unknown
Hitti loksins Lindy frænda aftur í gær... Hann sótti mig á heimavistina og við keyrðum til Toronto... Ég tók við hann viðtal heima hjá honum og svo fórum við á bar sem heytir The Only þar sem hann tróð upp ásamt full af öðrum snillingum (vægt til orða tekið)...
Þetta eru svo frábær tónlistarkvöld... Vanalega fer einhver einn upp og flytur eitthvað frumsamið lag á gítar, eftir smá stund kemur einhver og bætir inn bassa, svo trommum, öðrum gítar, hljómborði, tamborínu, trompet, básúnu, fiðlu, fólk byrjar að syngja bakraddir... Svo fer næsti maður upp með gítar og aftur fylla allir uppí nema núna er fiðluleikarinn kominn á hljómborðið, hljómborðsleikarinn á trommur, trommuleikarinn á bassann, bassaleikarinn á gítar, gítarleikarinn á tamboríu, o.s.frv....
Því ver og miður varð ég að ná síðustu lestinni aftur til Oakville þannig ég náði ekki loka laginu sem er alltaf algjör chaos og snilld þegar Lindy syngur "Á Sprengisandi" með ýmsum öðrum hljóðfæraleikurum til að loka kvöldinu...
Ég reyndi að vera samt eins lengi og ég gat til að taka upp meira myndefni, pakkaði svo saman og æddi út til að ná tveimur neðanjarðarlestum til að fara á aðallestastöðina sem mér tókst á síðustu stundu (eins og vanalega)... Og fyrir ykkur sem lesið bloggið reglulega þá þarf ég náttúrulega ekki að segja hvað gerðist eftir ég var hlaupandi um með fullan farm af kvikmyndagerðadóti til að ná síðustu lestinni heima á síðustu sekúndinni... fyrir ykkur hin, þá var hálftímaseinkunn á lestinni... en þið vissuð það eflaust líka...
Posted
4:31 e.h.
by Unknown
Það var búið að vera pínu trassaskapur í mér og herbergisfélaganum að fara út með ruslið í síðustu viku... Svo þegar hreingerningarkonurnar komu á fimmtudaginn settu þær allt ruslið í einn risa (RISA) poka (stærri en þessu hefðbundnu svörtu)... Við í leti okkar bættum svo enn frekar í pokan uns hann var orðin veruleg prósenta af íbúð okkar...
Þá kom að því að losa okkur við hann... En það var hægara sagt en gert... Það eina sem við gátum gert var að drekka í okkur kjarkinn á laugardaginn og reyna að koma þessum poka einhvert...
Það eru svona ruslarennur á hæðinni okkar en rauninn að koma pokanum niður þær þegar við eigum í mestum erfiðleikum með að koma pokanum út um dyrnar er þvílík...
En með blóð, svita, tár, stappi, stunum, meiri svita og bjór þá loksins hafðist það... Jafn létt og að bakka Volkswagen bjöllu inn um bréfalúgu...
sunnudagur, janúar 18, 2004
Posted
6:28 e.h.
by Unknown
Ég sagði í gær að "Maður veit það var gott djamm kvöldið áður, þegar maður vaknar með 34 sneiðar af amerískum osti í vasanum..."
Herbergisfélagi min vaknaði með dollu af parmesan osti (no joke!) í vasanum...
Hvernig haldiði að við höfum skemmt okkur...?
Posted
6:03 e.h.
by Unknown
Þvílík argasta snilld sem Grenadin er... Hef heyrt oft um Grenadin því það er rosalega mikið notað í kokteila (t.d. Tequile Sunrise) en ég vissi aldrei hvað Grenadin var og áleit það vera eitthvað áfengi...
Herbergisfélagi minn hinsvegar keypti flösku af Grenadin í gær og þá sá ég að þetta er þykkur, sætur, rauður, óáfengur vökvi (hálfgert sýróp)...
Og hvað gerðum við við Grenadin... Við bjuggum til Snakebite Black... Þá seturu bjór og áfengt epla cider til helminga og svo smá Grenadin... það var svooooo gott... Þetta er kallað Snakebite Black því það á að gera þetta með Guinness en við notuðum Faxi (en það var samt mjöööög gott)...
Einnig er hægt að gera Monakó sem er í raun bara bjór og Grenadin (sum staðar í Evrópu bæta þeir við pínu sítrónusafa (lemonaid)) og það líka var rosa gott (rooooosa gott)...
Eini gallin við Grenadin er að það er svo svakalega klístrað (svaaakaaaleeegaaa) að erfitt er að láta frá sér flöskuna (bókstaflega)... en ég mæli eindregið með að þið grípið ykkur smá að þessum rauða vökva þó svo það er hálf kellingalegt að drekka bleikan bjór (bleieieieikann)...
Posted
5:57 e.h.
by Unknown
Ég hef ennþá ekki fengið góða pízzu hér í Kanada... Ég hef fengið pízzur og vondar pízzur en það er ómögulegt að fá góðar pízzur hér... Vanalega eru ruslpízzur góðar þegar maður er fullur en það er einn staður sem við förum vanalega á ef við erum á djamminu á Sharky's (eini almennilegi barinn í Oakville) sem er með svo rosalega (rosalega) vondar pízzur að þegar maður er fullur þá komast þær ekki hærra en í "vondar pízzur" flokkin... Guð forði mér að smakka þessa pízzu edrú...
laugardagur, janúar 17, 2004
Posted
10:05 e.h.
by Unknown
Maður veit það var gott djamm kvöldið áður, þegar maður vaknar með 34 sneiðar af amerískum osti í vasanum... (don't ask, because I don't know)...
Posted
9:55 e.h.
by Unknown
Í gær birtast tvær stelpur við herbergið mitt og spurja hvort Chris bekkjarfélagi minn sé þar, hann er nefnilega ekki í herbergi sínu og þær hafa séð hann svo oft koma og fara frá mér... Ég sagði að hann fór í skíðaferð yfir helgina... Þá voru þær eitthvað fúlar því það var mál sem það þyrfti að leysa fyrir helgi... Ég spyr hvort ég get aðstoðað þær eitthvað...
Málið er að á fimmtudaginn reyndi Chris við eina stelpu, fór með henni uppá herbergi, sá herbergisfélaga hennar sem var sætari og byrjaði að reyna við hana... Ekkert gerðist (hin hafnaði honum) en svo þegar hann fór, fór varð fyrri stelpan svo fúl og núna átti Chris að leysa þetta...
Ég náttúrulega útskýrði fyrir þeim að Chris var fullur, útreyktur og náttúrulega bara rosalega vitlaus almennt... En þær heldu áfram að tuða og að hlusta á ungar kanadamær tala um eitthvað sem er búið að gerast er meiri kvölin... Svona tala þær...:
So I was like bla bla bla, and he was like bla bla bla, then she was like OK, and he was like yeah yeah, and I was like shure, and she was like hey, and I was like what?, and he was like no problem, and she was like, I was like, he was like, they were like, and we were like, and she was like...! (margfaldað x78) AAaargh...
Posted
9:45 e.h.
by Unknown
Í gær var einhver svaka ljósmyndari fengin til að taka ljósmyndir af alþjóðlegu nemunum í Sheridan... Hann tók eina mynd af hverjum nemanda og svo voru þeir bestu valdir úr til að koma aftur í dag... Náttúrulega (náttúrulega) var ég valinn og ég var að koma inn úr tökunum... Þessar myndir á að nota í bækling og svo á heimasíðuna...
En þvílík svipbrigði sem hann bað um... Maður átti að vera hissa, svo hrokafullur, svo viðkvæmur, svo "How you doing" og fleira og fleira... Af einhverjum ástæðum stein gleymdi hann sér með mér.. tók um 80 myndir á meðan hinir nemanir voru bara um 20... Þannig allar þessar stundir sem maður hefur æft sig í að geifla sér í speglinum yfir æfina voru þess virði...
Posted
9:36 e.h.
by Unknown
Call me Harvey... Harvey Wallbanger... (fyrir þá sem vita það ekki þá er Harvey Wallbanger kokteill)...
Ég var nefnilega að koma úr veggja tennis og er alveg að kálast... Ég fór svo harkalega í hvern einasta vegg sem ég fann að þarf eflaust að ráða múrara til að laga þá... Einnig tókst mér að renna mér yfir hvern einasta fermetar af gólfinu þannig það ískraði frá öllum líkamshlutum... það var í raun bara stanslaust ískur frá mér... squeak, squeak, squeak, ... "More squeaking then at a mouse orgy"... ég er eftir að fá þvílíka brunasár...
En mikið andskoti er þetta gaman...
föstudagur, janúar 16, 2004
Posted
8:00 f.h.
by Unknown
Afsakið að ég skyldi koma með annað frost/piss blogg... Málið var í gær þegar ég var að labba á skólakránna þá var alveg ósnortur snjór allstaðar... svona "blank canvas"... Ég vildi náttúrulega sýna Kanadamönnunum hæfileika mína þannig ég byrjað að skrifa nafnið mitt (var búinn að drekka nóg til að ná eftirnafninu líka)... Þeir urðu svo vandræðalegir og löbbuðu á undan...
Þegar ég er í miðjum skriftum er einhver kelling að labba framhjá mér og hún starir svo svakalega á mig eins og ég sé eitthvað frægur...
Þá lít ég við í miðbunu og segi ég náttúrulega: "Sorry, no autographs..."
Posted
7:58 f.h.
by Unknown
Jamm, 32 stiga frost úti... Hversu kalt þarf það að vera til þess að vatn frosnar þegar maður er að hella því úr fötu...?
Persónulega hefur mig lengi langað að gera eins og maður hefur séð í bíó (man ekki hverri) að pissa grýlukerti... En ég er samt ekki viss að ég taki áhættuna... Það er ákveðin útlimur sem ég vill ekki frysta... Ég er jú bara með þessa 10 putta...
Posted
7:50 f.h.
by Unknown
Var að koma úr hljóðverinu þar sem ég var að setja hljóð við einhvern kvikmynda "trailer" (Kill Bill)... Sem betur fer gat ég labbað innandyra frá hljóðverinu til heimavistarinnar án þess að stíga skrefi út því það er 32 stiga frost... Það er hinsvegar ekki hægt að labba frá heimavistinni til hljóðversins innandyra því dyrnar eru læstar í þá átt og maður verður að labba í langan hring kringum allan skólann til að komast aftur inn...
Þegar ég var að ganga frá tólunum og fara labba tilbaka sagði bekkjarfélagi minn: "I hope you forget something here" sem brandara...
Þarf ég að klára þessa sögu...?
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Posted
7:18 e.h.
by Unknown
Einhver kall hringdi í félaga minn (vitlaust númer) í tíma áðan og spurði hvort þetta væri J.P. Warehouse... Hann rétti mér símann og ég byrjaði aðeins að bulla:
Ég (með indverksum hreim): J.P. Warehouse... How can I help you...?
Kall: Yeah, I need to check out why my account is so high... The account number is 548H...
Ég: 5488...
Kall: No "H" as in "Harry"...
Ég: Ah, you name is Harry...?
Kall: No, I'm saying it's "H" as in "Harry"...
Ég: What can I do for you Harry...?
Kall: No, I need to check out my account... 548H...
Ég: 54H8...
Kall: 8H...! 345
(þetta rugl gékk um góða stund... loksins...)
Ég: OK, Mr. Harry, I got you account here...
Kall: No... My name is Mr. Herring...
Ég: Herring is a fish...! We have no fish Harry...
Kall: My name is Herring...! Not Harry...!
Ég: Oh, is that how you pronounce it...
Kall: Yes, so why is my account balance so high?
Ég: Well, you bought 20.000 nuts and bolts of chrome and silver...
Kall: What...?!?
Ég: 20.000 nuts and bolts of chrome and silver...
(fast forward 5 mín af rugli)
Kall: Can I talk to someone else...?
Ég (með kúreka hreim): Hello, how can I help you...?
Kall: Yeah, I need to check out why my account is so high... The account number is 548H...
Ég: 5488...
Kall: No "H" as in "Harry"...
Ég: Ah, so your name is Harry...?
Kall. No...! "H" as in "Harry"...
Ég: So, how can I help you Harry...?
Kall: No, I'm saying it's "H" as in "Hospital"... 548H
Ég: 5488
Kall: "H"...!
Ég: I said "H"... as in "Haahhh!"
(þetta rugl gékk um aðra góða stund... loksins...)
Ég: OK, Mr. Herring, I got you account here...
Kall: Yes, so why is my account balance so high?
Ég: Well, you bought 20.000 nuts and bolts of chrome and silver...
Kall: What...?!?
Ég: 20.000 nuts and bolts of chrome and silver...
Kall: No, this is a real estate fund... I don't buy nuts and bolts...
(fast forward aðrar 5 mín af rugli)
Kall: Can I talk to you manager...
Ég (með mína venjulega rödd): How can I help you...?
(aftur langt rugl með númerin)
Ég: I see you bought 20.000 nuts and bolts of chrome and silver...
Kall: No I didn´t...! This is a real estate fund...
Ég: Well, someone bought it to put up some walls on a house at Trafalgar Road...
Kall: I don´t have a house at Trafalgar Road...
Ég: Is you wife building a house...?
Kall: No...!
Ég: Every wife needs an extra house...
Kall: She's not building an extra house...!
(fast forward 5 mín)
Ég: Well, if this is a computer error call our main hotline, open 24 hours a day...
Kall: What is your name sir...?
Ég: Mike Johnsson... double "s"... The number is (ég gaf honum númer hjá pízza stað)...
Alltaf gaman að fá vitlaus númer...
Posted
6:12 e.h.
by Unknown
Sagan af hjólastólagaurnum...
Miðvikudagar eru "Pub Night" á skólakránni og fer maður oftast þá til að skemmt sér... Eins og áður hefur komið fram þá hafa Kanadamenn tilhneygingu til að "drepast" í kringum mig á djamminu og í síðustu viku gerðist það einmitt... Þá drapst einn félagi minn fyrir utan dyrnar sínar og herbergisfélagi hans sem er í hjólastól fann hann um nóttina, vippaði honum á öxlina og henti honum uppí rúm...
Taka skal fram að þessi gaur mun keppa á Ólymíuleikum fatlaðra næst í hjólastólaralli... Eins og sat er á ensku: "Wicked upper body strength..."
Í gær fór hann með okkur á djammið og það var þessi þvílíka snjókoma... Það var allavega tveggja feta dýpt á snjónum (heyra í mér, tala í "feta" mælieiningum (60.96 cm sem sagt (nákvæmnlega)))... Ég varð að draga gaurinn nokkur hundruð metra í gegnum snjóinn til að komast á kránna...
Svo erum við þar að súpa öl þegar einhver hringur fer að myndast á dansgólfinu... Þá eru þrír gaurar að skiptast á að "breika" á gólfinu í svona keppni við hvorn annan... Ég fylgist aðeins með en skyndilega hverfur hjólastólagaurinn... Allt í einu æðir hann inná mitt dansgólfið, gerir þessa fínu snúninga í stólnum, rís upp, skellur á gólfið og byrjar að "breika" svo margfallt betra en nokkur annar þarna... Hann bindur lappir sínar í hnút (no joke), lyftir sér upp á hendurnar, stendur á haus og tekur snúninga... Hann gerir þessa þvílíka snilld á dansgófinu að allt varð brjálað... Svo fer hann í stólinn og út úr hringnum... Það vildi engin fara aftur inn... það þorði enginn að gera betur en þetta...
Svo klárast kvöldið og við verðum að fara heim á leið en það er búið að snjóa stanslaust þannig snjórinn er enn dýpri... Þá vippa ég gaurnum uppá aðra öxlina og ber hann þannig... Eftir smá stund sný ég honum einhvernveginn þannig hann endar á háhest...
Þannig var það klukkan 2:30 í nótt... Ég spígsporandi vel kenndur á leið heim með snjó uppá hnjám og hálf lamaðan og fullan gaur á öxlunnum... Me without my camera...!
P.S. Nei! Við gleymdum ekki stólnum...
Posted
6:01 e.h.
by Unknown
Það er þrifin hjá okkur íbúðin á heimavistinni á tveggja vikna fresti... Það var þrifið á þriðjudaginn í síðustu viku en af einhverjum ástæðum á að þrífa aftur í dag... Er þetta merki um að við erum meiri sóðar en aðrir hér...?
Maður sér þernunar fyrir utan gera "steinn, skæri, pappír" til að velja hver á að leggja þessi þrif á sig...
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Posted
5:55 e.h.
by Unknown
Magnað... Kíkti í gær til bekkjarsystur minnar... Á leiðinni heim í lyftunni kom einhver mjög furðulegur gaur inn... Hann var svona "goth" pönkari... Fyrir utan svarta klæðnaðinn og gadda hálsól þá var gaurinn með hring í nefinu (í miðjunni) sem í hékk silfur kross þannig það leit út eins og það var danglandi hor grýlukerti...
Ég er í lyftunni á leið niður, reynandi að glotta ekki en skyndilega rek ég upp stór (mjög stór) augu... Ég sé einhverja hreyfingu í hettu hans sem hengur aftur um hálsinn (þar sem hettur hanga vanalega)... Hélt kanski að hann var með lítinn kettling (líklegt (yeah, right)) eða hamstur... Það sést svo í pínu loðinn feld (er ekki allur feldur loðinn) úr hettunni, snjó gráan (það er til (svona slabb snjór (sem maður á ekki að borða (ekki frekar en þann gula))))... Þetta hlýtur að vera mús... Ég bíð forvitin á meðan dýrið er eitthvað að snúa sér...
Loksins sé ég að þetta er forljót stór rotta með gular tennur...! Og gaurinn með horgrýlukertið er með hana í rólegheitunum í hettunni eins og ekkert sé... Það getur líka verið að hann hafi ekki vitað af rottunni í hettunni og að hún hafi bara komist þangað þegar hann hengdi jakkan frá sér fyrr um kvöldið... Ef svo væri þá var ég ekkert að vara hann við... Ég gáði hinsvegar strax í hettu mína... sem betur fer var bara hamstur þar...
Posted
5:49 e.h.
by Unknown
Magnað... Móðir mín var að benda mér á að það er 60 stiga munur á hitastiginu hjá mér og litlu systur minni í auglablikinu (Vá! 60 stig!)... Hjá mér í Kanada er -25 gráðu frost og vetur en hún í suðurhluta Ástralíu er með sól og sumar í 35 gráðu hita... Er kanski meðaltalið núna 5 stiga hiti á Íslandi...?
Posted
3:36 f.h.
by Unknown
Spurning um að taka aðeins til á bloggara listanum mínum... Það gerist mjög sjaldan að ég tek út bloggara en ég bara finnst eins og ég verð að gera það núna því sum blogg eru nær alveg yfirgefin...
Eftirfarandi blogg fara út:
Hrefna: Góður bloggari en uppfærði síðast 31. ágúst 2003
Robbi: Fjarlægði bloggið sitt af netinu (aldrei séð neinn gera það áður)
Þórdís: Uppfærði síðast 26. október 2003...
Svo virðist sem að frændur mínir Kalli og Orri séu líka hættir að blogga en málið er að það hrundi hjá þeim vélin sem geymir bloggið og vænti ég að þeir komi aftur inn bráðurm...
Svo vill ég bæta inn Ingigerði skólasystur úr M.H., góð vinkona Elnu bloggara hér og svo núna kærasta vinar míns í Lúxemborg (allt of lítill heimur)...
Loks er smá breyting... "Indy DK" verður "Dauðaspaðinn DK" því snillingurinn Haukur á hér líka í hlut og synd er að láta hans stóra hluta í blogginu vera ónefndann...
Æj, ég set dauðu bloggarana (blómar og kransar afþakkaðir) samt saman í lista neðst just in case ef þeir skyldu byrja að blogga aftur... Blessuð sé minning þeirra...
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Posted
10:04 e.h.
by Unknown
Þá er það formlegt... Ég er kominn með ógéð á kjúklingavængjum...! Ég hef borðað kjúklingavængi á kránni hér við skólann á hverjum mánudegi síðan ég kom (í haust) en núna er ég kominn með alveg nóg... Í gær góndi ég bara á diskinn á meðan ég reyndi að klára þennan venjulega skammt sem ég panta mér alltaf... Vissuði að það er búið að slátra meira en 100 kjúklingum út af mér og mánudagshefðinni...!
Ég hef alltaf verið gefinn fyrir vængi en núna eru þeir að gera mig vængefinn...!
Posted
9:52 e.h.
by Unknown
Þá er það ákveðið hvert ég vill flytja á næsta ári... Hinu meginn við götuna er blokk sem margir nemar búa í, en efsta hæðin er jafn dý og algjör snilld... Það er fjagra metra lofthæð, risa svefnherbergi með "walk in closet" (fullkomið fyrir þennan gífurlega fjölda af fötum sem ég á (HAHA)), svalir, eldhús með eldavél (YES!), hellum (YES!, YES!) og uppþvottavél (Yes Ultra Plús með sítrónuilm)... Að auki er arinn í stofunni með on/off takka...! Í kjallaranum er svo sundlaug og heitur pottur...! Getur varla gerst betur...
Hinsvegar (alltaf hinsvegar)... Þá fylgja engin húsgögn... og ef ég þekki mig þá verður svefnpoki rúmið mitt, pappakassi borðið mitt og svo gólfið náttúrulega glæsilegt sófasett í japöskum stíl... Ég á hinsvegar heimabíó sem er eftir að njóta sín mjög vel í rýminu... Jafnvel enn betur ef ég gæti reddað mér sjónvarpi...
Posted
6:52 e.h.
by Unknown
Mikið er svo ósköp svakalega ofur kalt...! Síðasta sinn sem ég reyni að stytta mér leið á milli bygginga bara á stuttermabol...
Maður klæðir sig alltaf núna svo ROSALEGA vel þegar maður rétt kíkir út... Fyrsta sinn á ævinni sem ég virkilega set eitthvað fyrir munn og nef mér... Hinsvegar er mjög pirrandi þegar maður er að labba til dæmis eins og í Toronto um helgina þar sem maður er uppdúðaður, fer svo inní verslun, rífur af sér húfu, trefil, vetlinga, hneppir frá jakka, rennir niður peysu... svo skoðar maður sig aðeins um, rennur upp peysu, hneppir jakka, setur upp húfu, trefil og vetlinga og labbar út... Rétt labba aðeins, fer inní aðra verlsun og geri það sama aftur... fer út, pakka mér inn aftur... og svo framvegis og svo framvegis... í, úr, í, úr... Svo er alltaf einhver tónlist í búðunum þegar ég er að afklæðast... Mér líður eins og heimsins minnst spennandi fatafellu... Það er bara því enginn "tippsar" mér...
mánudagur, janúar 12, 2004
Posted
11:19 e.h.
by Unknown
Bévítans internetið er búið að vera bilað í skólanum og á heimavistinni í allan gærdag og í dag þangað til núna... Mjög pirrandi þegar maður þarf að nota það... og mér hefur langað svo mikið að blogga einmitt á þessum tíma...
Hinsvegar hef ég ekki ennþá kveikt á sjónvarpi mínu síðan ég kom hingað (merkilegt nokk) og hef kosið að lesa í staðin fyrir að glápa... Las því meira en vanalega í gær fyrst ég eiddi ekki tíma mínum í netinu... Spennandi að sjá hverslu lengi ég held út án sjónvarpsgláps... Einhver veðmál...?
Posted
11:18 e.h.
by Unknown
Verð að klára í kvöld einfallt verkefni fyrir "klippingu"... Á að taka saman ljósmyndir og raða í takt við einhvert lag... Það er náttúrulega mikið hægt að gera og spurning hvort maður á að fara út í þjóðar stoltið mitt og taka myndir af landinu og setja við eitthvað íslenskt lag... Það mun allavega engin annar gera eins verkefni (nema kanski um Kanada)...
Verð bara að finna góðar myndir... það ætti að vera til eitthvað á netinu (held ég)... það minntist einhver á að þar væri hægt að finna allskonar myndir... Ég get líka gert eins og öll önnur tónlistarmyndbönd og dælt inn myndum af léttklæddum, sexy kvennmönnum en ég efast um að ég get fundið það á netinu...
Samt, ég gæti eflaust laumað inn mörgum myndum frá öðrum löndum og þeir myndu aldrei komast að því að þetta væri ekki Ísland... "Our Taj Mahal is made of snow...!"
Posted
4:22 f.h.
by Unknown
Átti mjög góðan laugardag... Fór mjög snemma í veggjatennis og svo í bæjarferð til Toronto með kóreskri bekkjarsystir minni (ættleiddri (ekki af mér)) til að taka nokkrar myndir... Ég ætlaði að taka viðtal við Lindy frænda en náði svo aldrei í hann... Hinsvegar tók ég með cameru, þrífót, tvo míkrafóna og ljósakitt og dröslaðist með það um Toronto að ástæðulausu... Skil ekki af hverju þetta er kallað "light kit" það er mjög mjög þungt...
Við fórum í Kínahverfið (sem hún hafði aldrei séð) og ég sýndi henni þar Asíu "mall" þar sem var með vörum frá Japan, Kína og Kóreu... Við vorum svo að tala um kóreskan mat þegar við akkúrat römbuðum á kóreskan veitingarstað sem var með "all you can eat Korean Barbeque" á 13 dollara...
Það var stór hóla í borðinu sem var með kúptu grilli inní... Svo fékk maður nautakjöt (3 gerðir), svínakjöt (2 gerðir), kjúkling, lax, þorsk og smokkfisk sem við grilluðum í holunni... Mjög gaman... Ég náði mjög góðum myndum þar fyrir ljósmyndaverkefni um "portraits" þar sem verður að vera "setting" og "props" í stíl við manneskjuna... Ég var með kóreskri stelpu á kóreskum veitingarstað að éta með prjónum, fullkominn "portrait" held ég...
Svo var farið meira um borgina áður en við sáum að við vorum að missa af lestinni okkar heim... Þá varð maður að hlaupa með allan þennan útbúnað, stútfullur af Kóreskum mat að næstu lestarstöð þar sem við rétt náðum á teinanna á síðustu sekúndu sem lestin átti að fara... Hinsvegar eins og svo oft áður (ef ekki alltaf) þegar ég verð að flýta mér til að ná einhverju á tíma þá var lestin sein og ég varð að bíða eftir henni í 10 mínútur...Maginn á mér er ennþá eftir að fyrirgefa mér þetta...
föstudagur, janúar 09, 2004
Posted
2:13 e.h.
by Unknown
Herbergisfélaginn á afmæli í dag þannig eitthvað verður gert á þessum (kalda *brrrrr*) föstudegi... Keypti handa honum bjór og rauðvín í afmælisgjöf (eitthvað gagnlegt og gott) og svo hráefni í að gera Sangría (sem hann dýrkar)... Pakkaði þessu náttúrulega ekki inn (bjórinn kom í þessum fína kassa)... Henti þessu bara í hann og sagði: "Happy Birthday... Here's beer..."
Ég er núna farinn að taka í sundur slátturvélina mína...
Posted
2:05 e.h.
by Unknown
Mikið var gott að komast í stóra matvöruverslun og fylla ísskápinn... Gerði náttúrulega ekki þau mistök eins og vanalega að versla á tómum maga (Yeah, I'd like 25kg of that ham)... Núna ætti ég að geta borðað þrjár máltíðir á dag og engin þeirra "Maccaroni and Cheese" sem ég át fimm sinnum í viku í meira en mánuð í fyrra... Verð samt með mikið af pasta engu að síður (maður síður samt pasta)... Svo samanstendur morgunmaturinn vanalega af beyglum og áleggi... Samt, ef "Bagels" eru kallaðar heima "Beyglur", mætti ekki þýða "Donuts" þá sem "Dældir"...?
Posted
1:54 e.h.
by Unknown
Það er -23 stiga hiti úti (Celcius) núna en þeir segja með "the wind factor" þá er það eins og -35 (vissuði að -40 er það sama á Celcius og Farenheit (smá useless fact))... Hmmm, ég held það sé kominn tími til þess að taka upp "The Big Russian Hat"... Ég nefnilega er með svona svakalega stóra svarta loðhúfu frá fyrrum Sovíetríkjunum... Jamm, stendur áletrað yfir hakakrossinum U.S.S.R. inní henni... Þeim hefur greinilega ekki verið kallt í Kalda stríðinu... Samt það lítur út eins og ég er með hausinn uppí afturendanum á dvergvöxnum birni...
fimmtudagur, janúar 08, 2004
Posted
9:28 e.h.
by Unknown
Fann íþrótt þar sem ég eyði meiri tíma á gólfinu en þegar ég spilaði badmington... Jamm, ég spilaði veggjatennis... en ólíkt badmington hef ég líka núna líka fjóra veggi til þess að henda mér á (en ekki bara gólfið)... Tilgangur leiksins er að sá bolt í vegg (með spaða sem er vont að láta slá í sig) þannig að andstæðingurinn verður að skutla sér eftir honum af öllu afli án þess að hirða um eigin velferð (eða byggingarinnar)... Fyrr eða seinna finna þeir upp íþrótt þar sem ég á eftir að geta hent mér á loftið líka (graviti ball anyone?)...
Ég er samt ekki viss hvort við spiluðum Racquetball eða Squash... Í raun held ég að ég hafi bara spilað Crash...
Posted
9:27 e.h.
by Unknown
Fer í dag að kaupa matvörur... Mjög tómur ísskápurinn (og þar af leiðandi maginn)... Það kemur strætó sérstaklega fyrir okkur á heimavistina og skutlar okkur í Dominion matvöruverlsunina (er Dominion ekki nafn á einhverju vondu veldi í einhverri Sci-Fi mynd eða þáttaröð? (The Dominion?))...
Samt, sökum veðurs er ég viss um að alveg sama hvað ég kaupi þá kem ég bara heim með frosnar matvörur...
Posted
9:13 e.h.
by Unknown
Mikið er gott að vera á heimavist sem er tengt skólanum... Ég get farið hvert sem er innan hans án þess að stíga skrefi út... Ég hélt að ég þurfti að stíga út til að komast í eina nýja stofu í annari byggingu en með leit fann ég göng í gegnum kjallarann sem liggur þangað... Það vill nefnilega svo til að það er -15 stiga hiti núna (Celsius) og í vikunni verður víst -20... Maður gæti lifað þessu moldvarparlífi frekar lengi (uns þiðnar) en hungrið mitt er alltaf sterkara og mun það draga mig út í hvaða veðri sem er sem verður jafnvel -30, hitastigið þar sem augun þín frjósa... Eins gott það gerist ekki þegar maður er að blikka kvennmenn... *blikk**frjós**staur**klonk*...
Ég er hinsvegar svo rosa heitfengur (heitur fengur líka (er það ekki stelpur (*blikk*))) að ég ætti ekki að þjást...
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Posted
6:11 e.h.
by Unknown
Vorum að halda stutta fyrirlestra um upphaf internetsins... Það voru allir að nefna einhver fullt af nöfnum á gaurum sem kölluðu sig "The Father Of The Internet"...
Þá varð ég að enda minn fyrirlestur á: The internet's mom was a slut...!
Posted
12:36 e.h.
by Unknown
Skemmtilegur draumur í nótt... Dreymdi ég væri á Íslandi og varð vitni að upptökum af stórri amerískri kvikmynd, "Batman eitthvað eitthvað" (man ekki nafnið)... Ég var svo heppin að vera í nágreninu og fékk að tala við leikarana og leikstjórann... Hann var svo "impressed" með allt sem ég sagði að hann bauð mér strax vinnu sem aðstoðarleikstjóri og vildi gera mynd úr handriti mínu...
Þessi draumur fannst mér svo svakalega raunverulegur og trúði honum meira að segja eftir að ég vaknaði eins og þetta hafði bara gerst í gær... Hinsvegar eru alltaf vísbendingar sem benda til að þetta var ekki raunverulegt... Maður þarf að fylgjast vel með smáatriðunum... Þessar pínu litlu vísbendingar sá ég sem hefði kanski farið framhjá öðrum...:
1. Batman myndin var tekin upp í gamla grunnskóla mínum.
2. Ég var á Íslandi en þegar ég vakna er ég í Kanada.
3. Leikstjórinn var Oliver Stone.
4. Batman var leikinn af Sean Connery.
5. Ég var í nærbuxum einum klæða allan tíma með opna buxnaklauf.
Af hverju er maður í svo mörgum draumum alltaf á nærbuxunum...?
Posted
12:33 e.h.
by Unknown
Ég svaf og svaf í mest allan gærdag til að hrista úr mér pestina... Síðan eyddi ég löngum tíma í að lesa og svo svaf og svaf í gegnum alla nóttina... Ég held að þessi pest var einmitt það sem ég þurfti því hún neyddi mig til að hvíla mig almennilega, eitthvað sem ég hef ekki gert lengi... Núna er ég endurhlaðinn, laus við pestina og stálsleginn... stálsleginn...? Ætti manni ekki að líða verr eftir að hafa verið sleginn með stáli...?
þriðjudagur, janúar 06, 2004
Posted
11:08 e.h.
by Unknown
Magnað... Ég kem hérna í skólann og það fyrsta sem allir (ALLIR) segja við mig er: "Hey! You cut your hair!" (eða einhver útgáfa af sömu setningu (meira segja á tálkmáli (no joke)))... Ennþá verra er þegar fólk gerir þetta að spurningu: "Hey! Did you cut your hair?"... (DUH!)... Allir aðrir fá "How was your break?" en ég er spurður um hárið... Ég meina var hárið mitt svona mikið "issue" fyrir jól... Einn meira segja sagði leiður "The Icelander is gone!"... Af hverju spyr mig engin um ævintýri mín á Íslandi fyrst (þau enda náttúrulega á því að gera það)...
Þannig náttúrulega þegar fólk loks spyr: "So how was Iceland...?"
Svara ég: "I got my hair cut..."
Posted
10:57 e.h.
by Unknown
Æj... Mér er íllt...
Ég er kominn með iðrukveisu sem ég kenni um kjúklingavængjunum í gærkvöldi... Ég meira að segja kastaði upp í morgun...
Það halda samt flestir aðrir að þetta er þynnka en ég veit vel hvernig þynnka er og þetta er greinilega iðrukveisa...
Ekki haldiði að ég hafi verið að drekka eitthvað í gær eftir fyrsta degi mínum í skólanum *hóst**hóst*...
mánudagur, janúar 05, 2004
Posted
9:00 e.h.
by Unknown
Þá er ég allavega eins og flestir bjuggust við kominn aftur til Kanada... Hvernig ég komst hingað er annað mál...
Þetta hefst í gær (sunnudagurinn 4.1.2004 (finnst svo gaman að skrifa 2004 (2004, 2004 vei)))... Ég vakna mjög mjög þreyttur um 10:00 (auðvita var ég þreyttur (eruði ekki búin að lesa síðustu blogg?))... Ég pakka öllu mínu dóti saman í tvær stút fullar töskur og fer svo vel og vandlega yfir að ég sé ekki að gleyma neinu... Til að vera alveg viss þá fer ég aftur yfir allt, sérstaklega pappírana sem ég þarf til að komast inní Kanada... Það er ekki hægt að vera of viss þannig ég fer aftur yfir þá... Fer svo út á flugvöll og er kominn á mjög góðum tíma þar... Ég labba um rólegur, kaupi mér brennivín til að gefa fólki smakk af hérna (náttúrulega), fer í gegnum allt vegabréfa eftirlit og sit svo við hliðið lengst í enda nýju (nýlegu) viðbyggingarinnar... Til að drepa tímann þá tek ég upp bók úr bakpoka mínum... Ákvað samt í leiðinni að kíkja ENN og aftur á pappírana mína sem ég geymdi þar... sem ég geymdi... um... hmm... sem ég geymdi...???... sem ég gleymdi... GLEYMDI...!!!... Á STOFUBORÐINU HEIMA...!!! F*CK! (í raun var það F********CK!!!)...
Ég var nefnilega svo sniðugur að setja öll mikilvægustu skjölin saman í möppu til að halda um þau svo þau glatist ekki... Þetta var skráning mín á hótelið í Boston, skráning mín í flugið til Kanada frá Boston og svo (þrefalt f*ck fyrir þetta) NÁMSMANNALEYFI MITT sem geriri mér kleyft að komast inn til Kanada... Í síðasta sinn sem ég fór í gegnum hvort ég var ekki með allt þá tók ég þetta úr tösku minni og setti á stofuborðið...
Ég hringi í mömmu heima og segi henni að gá hvort hún finnur pappírana... sem hún gerir (hjúkk)... nema það er minna en klukkutími í flug (f*ck)... nema hún er með annan bíl (hjúkk)... nema það er hræðileg umferð á leiðinni (f*ck)... Hún heldur af stað með pappírana og ég hringi í pabba sem er á leiðinni heim og segi honum að mæta henni á miðri leið og taka við pappírunum (eins og í boðhlaupi vill maður hraðasta gaurinn aftast)...
Svo æði ég í gegnum alla flugstöðina aftur og byrja að bíða við innganginn á fríhöfnina... Tíminn tifar og tifar og ég veit strax að þetta er mínútu spurnsmál að ná þessu (í raun sekúdar (já, það var svo tæpt))... Í stresskasti rekst ég á Herdísi (á leið til Osló) en það kemur varla skiljanlegt orð úr mér (hún hefur bara hitt mig á djamminu þannig hún gat samt skilið mig)... Ég spígspora um gólf og sé hverja sekúndu líða hraðar á hraðar á meðan pabbi virðist ferðast hægar og hægar... Ég fæ mér einn öl til að róa taugarnar (einn bjórkútur hefði ekki dugað)... Svo bíð ég og bíð og alltaf er klukkan að verða fimm (sem er þegar flugið fer)... Það er byrjað að kalla inn... ég bíð... kallað aftur... ég bíð... lokakall... ég bíð... LOKA LOKA KALL...!!!
Skyndilega kemur pabbi æðandi inn...! Ég gríp pappírana og hleyp eins og fætur toga í gegnum alla flugstöðina... Það er allt tómt... engin í fríhöfninni... engin í vegabréfaeftirlitinu... ég hleyp og hleyp og kem loksins að síðasta hliðinu (nr. 3782) og rétt rétt næ á allra síðasta sekúndubrotinu að... að... að bíða í helv*tis biðröð út af einhverri töf í 45 mínútur...!!!
Það eru allir pakkaðir þétt saman fyrir framan landganginn bíðandi eftir einhverju í þrjú korter... Á þessum auka tíma hefði mamma getað skutlað mér pappírunum í bakkgír... á Trabant...! Loksins hreyfist röðin og fólk byrjar að troða sér á rúllustigann... ég sé að það er fljótlegra að fara hefðbundnu tröppurnar (þessar kyrrstæðu) og labba upp að landganginum... Þegar ég kemst efst er aftur þétt biðröð þannig ég bíð ofarlega í tröppunum... Hinsvegar hefur fólkið í rúllustiganum ekki þennan möguleika... Manneskjan efst kemst ekki neitt en stiginn heldur áfram að ýta fólki upp... og fleira fólki... og fleira... fólk er að pakkast saman á litlu svæði, hrasandi um hvort annað og enn heldur rúllustiginn að ýta fleiri manns á þvöguna... Sumir reyna að labba afturábak í takt við rúllustigann eins og það væri á öfugsnúnum Stairmaster en þá bara keyrir næsta manneksja og næsta þá það... Þetta vakti hjá mér mikla kátínu og svo mikið spennulos að ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri á tröppunum og hleygið mig máttlausan að þessu greyið fólki sem var að mynda rúllustigakæfu...
Loksins kemst ég til Boston og verð náttúrulega að fara í gegnum þetta leiðina og tímafreka innflutnings og tolla eftirlit þar sem maður bíður og bíður í óra tíma... Ég tek svo hótelstrætó að hótelinu mínu og slaka á... Rétt fæ mér að borða og fer svo að sofa því ég er uppgefin eftir ferðina og síðustu daga auk þess sem ég á snemmt morgunflug klukkan 7:15...
Ég rís úr rekkju mjög syfjaður klukkan 4:00 en veit að ekkert mun hressa mig meira eins og góð sturta... sem það gerði... sérstaklega vegna þess að ég ruglaði hitastillinum við slökkvarann og fékk þessa ísköldu gusu yfir mig í lokinn... Eftir að ég þurrka grýlukertin úr hárinu og af öðrum stöðum (ahem!) þá tek ég aftur stætó að flugvellinum og fer að ná í brottfarapassa minn...
Það stóð að maður ætti að mæta allavega tveimur tímum fyrir brottför en ég vildi vera ennþá öruggari og mætti tveimur og hálfum tíma fyrr... sem sagt 4:45... Það var engin í röðini á undan mér (mjög gott)... hinsvegar vildi til að það var heldur engin við afgreiðsluborðin (mjög slæmt)... Málið er að brottfarastöðin opnaði ekki fyrr en 5:45...!!!
Loksins fæ ég miðann og þarf að fara í gegnum öryggishliðið og vegabréfa eftirlitið (með tilheyrandi eilífðar biðröðum) og slaka svo á við hliðið... Það er mjög strangt eftirlit á vellinum og það er algjörlega bannað að skilja tösku eftir eina (vegna sprenguhættu) sem er mjög pirrandi ef maður vill fara á klósetið... Ég sit þarna bíðandi og heyri að einhver kona spyr mig hvort ég get passað ferðatöskuna hennar aðeins... ég segi náttúrulega "jájá" (í raun "sure") og lít upp... Þá sé ég að þetta er arabísk kona... og ég var að passa töskuna hennar... á flugvelli... og ég veit ekkert hvert hún fór... Dunn Dunn Duuunnn...! (hún kom samt aftur)
Loksins fer í í vélina eftir smá seinkun og flýg til Toronto (sem tók lengra en vanalega vegna veðurs)... Þar var lengsta innflutningseftirlitsröð í heimi... Fyrir svakalega óheppni þá lendi ég bakvið 8 japana sem engin skilur ensku og þeir eru hver um sig heila eilífð að útskýra fyrir eftirlitinu hvað þeir eru að gera í Kanada... Loksins kemur að mér en konan setur eitthvað út á pappíra mína... Þá hafði ég greinilega ekki fengið dvalarleifi síðast (í september) því ég kom með lest og varð að sekja um annað... Þannig ég fer í aðra langa röð... og lendi (bjuggustu þið ekki við því) bak við 8 japana... sem engir töluðu ensku... og urðu að útskýra bla bla bla...
Loksins kemur að mér og það tekur einhvern tíma að útbúa pappíra mína... Þá held ég að töskufæribandinu og sem betur fer þurfti ég ekki að bíða eftir töskum mínum því það var löngu búið að senda allar töskunar upp... að vísu þurfti ég að leita lengi að töskum mínum því það var búið að slökkva á öllum skiltum sem stóð á Boston... Loksins finn ég töskunar og æði út í átt að leigubílunum...
Ég kem að leigubílunum og sé að ég ver að bíða á eftir einum gaur... Hann hinsvegar bauð mér að fara á undan sér því hann var að klára sígarettu sína... Magnað, einn góður hlutur við reykingar...
Ég tek taxann á heimavistina og er kominn 11:55...
Rík svo í tíma klukkan 12:00... Talandi um Perfect Timing...!
Posted
8:20 e.h.
by Unknown
Síðustu dagarnir heima fyrir brottför...
Föstudagurinn fór í slökun og svo var spilað með frændssystkinum úr móðurætt... Needless to say þá vann ég öll spilin (auðvita var það ekki needless (verð alltaf að hrósa sjálfum mér (galli)))... Eftir þetta fór ég með eina djammfólkinu sem var eftir í ættinni... basicly fólkið sem er ekki komið með börn (kanski er það tilviljun með barnleysið að 4 af 6 í þeim hóp voru lesbíur (og svo ég (ath. ég er ekki lesbía (síðast þegar ég gáði allavega (sem var núna)))))...
Eftir þetta fór ég á Hverfisbarinn og þar hitti ég aragrúa af bloggurum fyrir einskæra tilviljun... Hjördís, Herdís, Ýrr, Heiðrún og kærasti hennar voru fyrir einskæra tilviljun öll þarna... Svo gékk einhver að mér sem ég hef aldrei séð á ævinni og spyr hvort ég heiti ekki Raggi og væri með Icebite bloggið... Þá var þetta bloggari sem heitir Hildur en kallar sig Johnny B og sagðist lesa mig oft (núna er kominn hlekkur á hana)... Endaði svo í eftirpartý hjá Steina félaga...
Á laugardeginum var mér svo boðið í kveðjumáltíð til Inga og Guðnýar félaga þar sem var sötrað á bjór (já, aftur (frumlegur er ég)) og spilað og loks kíkt eitt loka sinn í bæinn... en sökum þess að ég átti eftir að pakka og taka svo flug á sunnudeginum fór ég snemma heim (um 6:00)...
Ég held að ég hafi ekki geta eitt síðustu dögum mínum á Íslandi í betra manna hópi (jú, kanski aðeins betra en ég mun ekki viðurkenna það hér því allt þetta fólk sem ég taldi upp, les bloggið mitt)...
föstudagur, janúar 02, 2004
Posted
4:16 e.h.
by Unknown
Gleðilegt nýtt ár...
Áramótin voru mjög góð... Mikið af frændmennum komu og skemmtu sér... Rétt yfir eitt er ég sóttur af Jóni og Óla félögum mínum og við förum í miðbæinn til þess að hitta Lúxarana Inga og Ásgeir og dömur þeirra... Kærasta Ásgeirs heitir Ingigerður og var skólasystir mín í M.H.... Við fórum í partý til vinkonu hennar og fyrir ótrúlega tilviljun þá þekkti ég ég þar svo mikið af fólki frá öllum æviskeiðum mínum... Ég hitti gaur sem ég kynntist sem krakki í U.S.A., ég hitti skólasystur úr grunnskóla, ég hitti vinnufélaga bæði úr Laugardalslauginni og Zink Margmiðlun, ég hitti gaura sem þekktu mig frá Bíó Reykjavík, hitti gaura úr verkfræðinni, gaura úr M.R. sem ég hef áður djammað með og náttúrulega fólk úr M.H.... Neadless to say þá skemmti ég mér mjög vel... Svo fór ég með Inga og Guðnýu hans á Grandrokk því þar var ekki rukkað inn... Hitti þar þá hina ágætu dömu Ýr, manneskju sem ég verið í samskiptum við í meira en ár í gegnum bloggið mitt en aldrei hitt fyrr en núna... Svo var bara setið og sötrað uns lokaði vel undir morgun...
Á nýjarsdag bjóst ég náttúrulega líka við skralli en engin (ENGIN) hafði orkuna nema einn félagi minn Steini... Við fórum í bæinn og ég var stór undrandi... Aldrei á ævinni hef ég séð miðbæinn svona tómann... Það var næstum allt lokað... Við gengum bara á milli í leit að skemmtilegheitum en fundum hvergi... Vorum búinn að prófa alla staði þegar við komum að Þjóðleikhúskjallaranum... Þar kostaði 1.500 krónur inn því þar var nýjársball... Við vorum ekki að fara tíma því, við vissum ekkert hvort það var stemmning þannig við ætluðum að labba út en þá kom gaurinn í miðasölunni og spurði hvort við vildum ekki kíkja aðeins inn... Hissa sögðum við náttúrulega "Já" (orðrétt) og fórum frítt inn... Það var frekar rólegt en skyndilega fór hljómsveitinn Jagúar á svið (skyndilega fyrir okkur, hitt fólkið sem borgaði sig inn vissi af þessu) og reif upp þessa þvílíka stemmingu og við skemmtum okkur all svakalega... Eftir þetta kíktum við á Gaukinn sem var bara opinn efri hæðin og hún var meira en hálf tóm... Sátum yfir nokkrum ölum áður en við fórum heim um sexleitið...
Í kvöld er svo spilað með frændsystkinum... ekkert verður gefið eftir... og mun ég æða svo í miðbæinn í sigurvímu eftir það...
Fín byrjun á fínu ári... og það virðist sem það getur bara batnað enn frekar...