Lífið, heimurinn og allt saman

mánudagur, janúar 14, 2013


Nú er ég búinn að sjá Hobbittann í annað sinn og ég bara skil ekki af jafnréttisástæðum af hverju þessi mynd er leyfð í kvikmyndahúsum... Eftir umfangsmikla hausatalningu sá ég að aðalpersónunar voru 13 karlkyns dvergar, 1 karlkyns hobbit og galdraKALL... Þeir börðust á móti þremum karlkyns tröllum, tugum karlkyns orkum, hundruðum karlkyns goblinum og svo einum karlkyns geðklofa sem var með tvær karlkynspersónur í kollinum (að vísu sem virtist vera ástfangnar af hvor annari, þannig gott skref fyrir réttindi samkynhneygðra)... Einu konurnar voru háttsettur álfur í síðkjól og tveir hljóðfæraleikarar, sem spiluðu svo ílla að dvergur tróð tusku í heyrnatæki sitt...
Er þetta skilaboðin sem við viljum senda börnum okkar...? (Mér langaði að nota upphrópunarmerki þarna í lokinn, en það er of líkt typpi (af hverju er ekki til upphrópunarmerki sem er líkari kvensköpum?))


Home