Lífið, heimurinn og allt saman

þriðjudagur, ágúst 31, 2010


Fékk mér í fyrsta sinn í langann tíma rækt í morgunmat... Þið vitið, svona líkamsrækt... Nammi namm... Vona ég fæ mig ekki saddan af því... Hef nefnilega alltaf farið í rækt eftir vinnu, en ef horfir sem fer, þá verður sá tími ekki mikill á komandi mánuðum...
Því var upplagt að taka bara snemmelsið á þetta... Allir að lofsyngja því... Segjast koma svoendurnærð í vinnu... En það hlýtur að vera algjört kjaftæði... Maður er ekki búinn að sitja bak við tölvu í meira en andartak þegar ég byrja að leka niður úr sætinu eins og ísmoli í eldvörpu... Það er rétt að maður hafi orku í að ýta niður á lyklaborðið... Það er bara þökk sé þungum heila... Teypaði prik við ennið og er að merja það í takkana í von um að ná að klára blogga á minna en 5 klukkustundum... Fyrir einskærri tilvoljun sofnaði ég að "z", þannig það kom bara zzzzzzzz, en svo sofnaði ég aftur á "backspace" takkanum og varð að skrifa bloggið uppá nýtt...
Anywhoo... Eins og allt sem tengist líkamsrækt þá er "morgunleikfimi = hressleiki" lýgi... Úff, svo bandýæfing í kvöld... Hver vill ýta mér í innkaupakerru...?


mánudagur, ágúst 30, 2010


Ég er stundum ekki alltaf með athygglisgáfuna stillta á hæðsta... Í raun held ég að oftast lölli hún bara í hlutlausum og hrekkur bara í gír einstöku sinnum inná milli... Ég var allavega ekkert að taka eftir einu svo augljóslegu í einum kokkaþætti sem ég er að klippa...
Það var fólk, blanda af fullorðnum og börnum, að rölta um Heiðmörk að týna sveppi og ber... Með í för var ca. 10 ára strákur sem er frekar sérstakur... Hann var þarna labbandi um þúfurnar og tréin og var alltaf að detta... Lítil börn voru þarna hoppandi og skoppandi án vanda en hann tók varla nokkur skref án þess að hrynja niður í næstu laut... Maður var svona byrjaður að hlægja að þessum ofur klaufa og klúðurslega klöngrinum hans sem endaði alltaf með skell...
Eftir að hafa hlegið að þessu í hálfan vinnudag fer ég í mat og spjalla við samvinnufólk mitt... Þegar ég kem tilbaka ætti ég að klára klippa eitt viðtal þarna við blinda strákinn... "Blinda strákinn?" spyr ég... Já, þessi þarna með blindra stafinn... "Ehhhh..."... Þarna kviknaði loks á fattaranum...


fimmtudagur, ágúst 26, 2010


Það eina sem er meira pirrandi en vírusa á tölvum, eru vírusvarnarforritin... Vírusinn er allavega einhverstaðar í bakgrunninum að fela sig og láta litið fara fyrir sér en vírusvarnarforritið er eins og amerískur öfgahægri fréttamaður... Stanslaust hrópandi og kallandi yfir yfirvofandi hættu sem gæti leynst í kringum þig...
Var að fá mér nýjan laptop með innbygðri vörn og hún heldur bara ekki kjafti... Á fimm sekúnda fresti kemur einhver tilkynning...
Núna er hún að heimta að ég skrái mig sem notanda... Ég get bara gert "OK" eða "Seinna"... Ég get ekki sagt "nei"... Ég vill alls ekki segja "OK", því þá segir forritið "Nú eru 60 dagar eftir af prufutímanum", svo stuttu seinna "Nú eru 59 dagar, 23 klst, 59 mínútur og 55 sekúndur eftir af prufutíma þínum" og "Nú eru 59 dagar, 23 klst, 59 mínútur og 50 sekúndur eftir af prufutíma þínum"... Svo er forritið stanslaust að biðja um nýjustu uppfærslu á víruslistanum... Listinn má ekki vera eldri en andardráttur minn, því þá þarf ég að ná í nýja skrá... Svo er forritið að skamma mig í hvert sinn sem ég kíki á netið, les póst eða snerti shift takkann... Síðan er allt víst vitlaust stillt í tölvunni samkvæmt forritinu og einnig heimtar það að endurræsa tölvuna oftar en upptrektur leikfangabíll og ég get ekk sagt "nei" við því, heldur aftur bara "OK" eða "seinna"... Ef ég reyni að gera eitthvað, þá segir forritið að ég sjálfur sé vírusinn, lætur tölvuna taka mynd af mér og sendir hana svo á interpol á top 10 tölvuhryðjuverkamannalistann... Ég er kominn í 5 sætið þar og vill ekki fara ofar...
Maður er bara í algörlega í einræðishaldi ofsóknarbrjálæðs forrits og reynir að komast af með smá laumu%#$&!*@Góður dagur. Ert þú búinn að prófa McAfee Vírusvörnina í dag. Vírusvörn vinur. Blogg ...


þriðjudagur, ágúst 24, 2010


Eftir að hafa átt alveg yndislegt frí síðustu daga, var ég rifinn úr því hálfum degi fyrr en ég bjóst við... Ég var nefnilega búinn að tilkynna fjarveru einhverja daga og afþakka nokkrar útsendnigar, en mundi ekki alveg hvað lengi... Ég kíkti því vel á tölvupóst minn til að vera viss um að það væri nú engin tilkyning um mætingu í útsendingu á sunnudeginum... og svo var ekki... eða allavega ekki í mínu venjulega pósthólfi...
Konan sem sér um að smala fólk til vinnu var að koma úr barneignaleyfi og sendi póst á gamallt netfang... Fyrir vikið var ég kominn með annan olnbogan lang ofan í marenstertu í barnaafmæli þegar skyndilega er hringt í mig og spurt af hverju ég er ekki ennþá kominn á völlinn... Útsendingin hefst eftir 10 mínútur...
Maður var staddur í Vesturbænum og það væri nú óskandi að leikurinn væri hjá KR eða Val eða einhverju svona nærliggjandi svæði, en nei... Leikurinn var auðvita í Hafnarfirði og ég varð að bruna af stað..
Ég æði gegnum nágrannabæina og kemst lok að Kaplakrika akkúrat þegar útsending er að hefjast... Ég stoppa við hliðið við upptökubílinn þar sem við tökuliðið förum vanalega inn en það var keðja þar... Eina leiðin inn var að hlaupa í kringum allt svæðið, inní félagsheimilið, gegnum göng þar, út á völl og allan hringinn tilbaka... Það tæki heila eilífð og við erum eflaust komin í loftið...
Nú voru góð ráð dýr... Sem betur fer fann ég misgóð ráð á tilboði og notaði þau... Ég slengi mínum litla líkama uppá vegg og byrja að hífa... Anna kemur úr bílnum og leggur hönd á plóg (fót) ég næ þarna með herkjum og rispum að klífa vegg og skutla mér niður hinu megin, bara millimetrum frá því að detta og fljúga niður brekku á völlinn... Ég tek til fótana og skokka að upptökubílnum... Sé ég þá auðvita að einn af tökumönnunum er búinn að vera beina kameru sinni að mér allan tímann... Sem betur fer var þetta ekki í útsendingunni, en það var ekki maður í upptökubílnum sem sá ekki misléttu loftköstin hjá mér... Fékk ég að sjá þau í endursýningu nokkrum sinnum þann dag og eru þau nú víst geymd á spólu...
Að útsendingu var mikið hlegið að þessu... Sko ekki því sem ég hef minnst á hingað til... Það var eitt að þurfa í skyndi að æða alla leið í Hafnarfjörð til að rétt ná leiknum... Annað að koma svo að hliði með keðju og þurfa þá að klifra einhvern vegg með herkjum... Þriðja var auðvita að allt var tekið upp á góða myndavél og spilað aftur og aftur... En það sem fólk hló mest að, var að hliðið var í raun ekkert læst... Keðjan kvíldi bara þarna á og var því fjölfatlaða fimleikasýningin algjör óþarfi... Já, það fannst þeim fyndið...


mánudagur, ágúst 23, 2010


Þetta var nú viðburðarlítil löng helgi... og það var viljandi... Super mega technofrí uppí sveit, þar sem maður var annað hvort bak við grill eða útí potti... En það var smá macho hamagangur í upphafi þegar Durgamótið í golfi fór af stað... Á Selfossvelli í glampandi rigningu mættu til leiks nokkrir golfbrúkandi Durgar og áhangendur þeirra... Dregið var í lið og svo ætt af stað í 18 holu óvissu... Þetta byrjaði ekki vel (jú í raun rosa vel húmorslega) því nær allir kylfingar skutu út af í fyrsta höggi (fyrir utan einn sem fór bara 2 metra og var það högg því notað)... Einn náði meira að segja rúmlega 90 gráðu slice á fyrsta drive að golfskálinn varð fyrir höggi... Ein smá saman liðkast menn eftir því sem þeir blotnuðu meira að innan... Við urðum nefnilega að halda jafnvægi við hvað við blotnuðum mikið að utan og var þetta erfitt kapphlaup sem við kláruðum með prýði... Og nokkuð mörgum tímum síðar kláruðum við allar átján holurnar rakir á alla boga og fögnuðum úrslitum hvernig sem þau nú fóru... Enda er þetta ekki svo mikið leikur um keppni, heldur bara góður félagsskapur í göngutúr að lemja í kúlur einstökum sinnum... og það var sko gert en misvel... Besta höggið mitt var í raun ekki í miðjum leik, heldur í svona hliðarspori sem við tókum alveg í blá lokinn... Við vorum búnir með síðasta drivið á síðustu brautinni en manni langaði í smá meira... Ég var búinn að renna hýru auga á ofur driver sem Ingi Durgur var með... Svona huge skeppna sem keyrir á hráolíu og er stærri en fyrsti bíllinn minn... Ég spyr hvort ég fæ nú ekki að munda skeppnuna í einu góðu höggi, sem ég og geri í öfuga átt við brautina, semsagt beint yfir ánna þarna (segjum bara Selfossáin)... Ég tek eina massa sveiflu og *vaPhúmmm*...! Hálf myrti boltann... Hann flaug og flaug og flaug og endaði þarna yfir ánni og eflaust í næstu sýslu... Hinir reyndu að leika þetta eftir en allir hurfu þeir sem óheppnir ferðamenn í ánni og hurfu út á sjó...
Ég átti svo eitt drive í viðbót að leik loknum og það var beint í fangið til strákanna... Málið var að á síðustu holunni erum við að leita að einni kúlu og ég sé hana þarna hálf grafna í jörðina... Gunni Palli makker minn kemur og segir að þetta sé ekki kúla sín... Í raun er þetta ekki kúla neins, því þarna er ég að horfa á svepp... Sá ég þá að þetta var stórmyndarleg og alveg hringlótt gorkúlusveppategund... Mannleg mistök auðvita (ef maður væri hálf blindur (eða lesblindur (gorkúla/golfkúla = potayto/potato)))... Var þá upplagt að bregða aðeins á leik með golfkúlueftirhermunni... Við klárum holuna síðastir og löbbum að hópnum sem stendur í gólfskálanum... Ég stilli mér upp aðeins í burtu, kalla til þeirra og sýni sveppinn/kúluna og segist ætla að skjóta til þeirra... Þeir halda ég sé auðvita að djóka, en brosið rennur af þeim þegar þeir sjá mig taka tee (tí?) uppur vasanum og leggja sveppkúluna á og stilla mér upp til þess að drivea til þeirra... Þeir hrópa allir til mín, "Raggi ekki", "Ertu galinn", "Hvað ertu að gera" (svona þetta týpíska sem fólk hrópar til mín) en ég hunsa það og hamra... *vaPhúúmmm!*... Strákarnir beygja sig og bregða fyrir höndum en sveppurinn náttúrulega fór í öreindir á staðnum... Hohoho... Algjör sveppur...
Góður endir á Durga golfmóti... Hlakka til aftur að ári... Vona uppskeran verði fín þá...


föstudagur, ágúst 13, 2010


Löng helgi framundan... Hversu löng...? Tja, kannski svona níu daga... Ég og Anna ætlum að flýja smáborgina í kvöld og æða í smábæinn... Ég hefði eytt næstu 168 klst í náttbuxum eða sundskýlu, en það er gert hlé á þeirri tískusýningu á morgun með all svakalegri golfkeppni... Durgar Open 2010... Þarna verða saman komnir nokrir misfærir kylfusveiflandi Durgar og svo vinir og kunningjar sem þykjast eiga roð í þá... Fyrirkomulagið er "Texas Scramble" (eða eins og þeir kalla það í Texas, "Scramble") þar sem tveir og tveir eru paraðir saman, báðir slá frá sama punkti og besta höggið notað... Þetta var einstaklega skemmtilegt í fyrra og reikna ég með jafn mikilli ef meiri ánægju í þetta sinn... Nú er bara að vona að það hangi þurrt... Að utan sko... Ef ég þekki mína Durga (sem ég geri) þá verða þeir assskoti blautir að innan... Skál fyrir því...
Þannig já... Annað flott frí framundan... En týpísk... Maður tekur sér erlennt frí og þá var bara sól á Fróni... Innlennt frí framundan og það er spáð rigningu alla vikuna... Guð sé lof fyrir vatnshelda heitapotta...


fimmtudagur, ágúst 12, 2010


Fór á fyrsta sinn á "völlinn" í gær á landleik í fótbolta... Fór í raun tvisvar... Var að vísu að vinna en þetta var samt framför... Tja, OK, hef farið á kvennalandsleik, en þarna voru svona stóru strákarnir að spila... eða svo ég hélt...
Ég hef nefnilega bara aldrei séð eins leiðinlegann leik...
Dagurinn byrjaði mjög vel fyrir Ísland... Fyrst voru litlu strákarnir að leika (undir 21 árs landsliðið) og grófu þeir svo svakalega yfir Þýskaland, að Evrópumeistararnir ætla að reyna fyrir sér næst gegn A-liði pollamótsins í Eyjum,...
Allir koma að þeim leik í massa stemningu niðrá Laugardalsvöll þar sem Ísland var að fara mæta Lichtenstein... Land sem er svo fámennt að það er á við Kópavog + gestir Smáralindar á rólegum degi... Land sem er það lítið að það er ekko pláss fyrir heilann fótboltavöll þar... Hann liggur yfir landamærinn... Eina ástæðan fyrir að þeir gengu í Evrópusambandið var svo að þeir þurftu ekki að spila með vegabréf þar til þess að sýna og fá stimpil þegar þeir fóru yfir miðju...
Og hvað gerist... Jafntefli... Eins og að fylgjast með svefngangandi valíumbryðjurum í blýskóm... Meiri vonbrigðin... Ætla að halda mér við kellingarnar... Nei, fyrirgefið... Meinti Kvennalandsliðið... Kellingarnar voru með jafnteflið við Lichtenstein...


þriðjudagur, ágúst 10, 2010


Maður gleymir sem enn a við í viðhaldi á blogginu... Annasamir dagar leiða til hraðblogga í hádegismatnum... Hugsunarlaust hrip um það sem drífur mig á daginn... Nú síðast var klassa helgi að klárast... Rólegt föstudagskvöld því maður var að safna orku í the the big Gay Day... Byrjum á hádegi í grilli hjá lillu sys, þar sem maður mætti með hjemmalavaðann hamborgara svo hlunkóttann að hann beyglaði grillið... Sérhnoðaður eftir eigin uppskrift, fylltur með gráðosti og toppaður með parmaskinu... Hinir hamborgarnir skömmuðust sín svo mikið að þeir dulbjuggu sig sem pulsur...
Svo var farið og horft á skrúðgönguna og tekið þátt í dagskrá dagsins...
Að kvöldmat loknum hófst Mojito vinnsla af háum kaliber og svo öl brúk... Leiddi þetta í aðra veislu og svo hýra ferð í miðbæinn þar sem karíókimækur var mundaður uns það bræddi úr honum... Sunnudagur var svo slakur, því maður var að halda uppá tveggja ára brúðkaupsafmæli sitt... Mega kózý stund sem átti að leiða út á veitingarstað, en kózyheitin voru svo ljúf að við lögðum ekki í að yfirgefa heimilið... Í staðin var bara langelduð nautalund látin malla allan daginn eins og við og rómantísk máltíð framborinn af herramanningum handa heppnu eiginkonunni... Svo var aftur grafið sig inní sæng uppí sófa fram á nótt og fram undir morgni... Fullkominn endir á fullkomnri helgi... Svei mánudegi...


föstudagur, ágúst 06, 2010


Mikið var nú fínnt í Eyjum... Í raun allt of fínnt... Yndisveður og blankalogn... Héldum við værum á vitlausri eyju...
En Adam var ekki lengi í paradís (stupid Eva) og vorum við snöggir að snúa heim í land... Við fórum samferða öllu FH liðinu í leiguflugi á svona týpískri Fokker vél (typical Fucker thank you very much), og þó svo hún ekkert svo stór, þá er samt betri rými fyrir mann h eldur en í Iceland Express sardínudósunum... Þetta var meira svona makríldós...
Flugfærið var gott, en sökum smæðar er hver ókyrrð í lofti mun stærri og gat maður ekki annað en þegar maður er umkringur heilu fótboltaliði í svona stöðu annað en að hugsa um myndina Alive... Þið vitið, þar sem fótboltalið endaði uppá fjöllum og þurfti að nærast hver á öðrum... Ætli góður þjálfari sé viðbúinn svona aðstöðu...? Hann náttúrulega þekkir leikmennina best og veit hverjum má fórna... Reikna með það séu nokkrir varamennirnir sem fara fyrst... Sérstaklega þeir sem hafa hvílst lengst... Þá eru þeir ekki eins seigir undir tönn... Svo var þarna annar fótboltatvíburana (Arnar eða Bjarki (Potato Potahto))... Hann tognaði í leiknum og er því gagnslaus næstu daga og því óþarfi að láta hann sleppa... Í þokkabót er hann tvíburi þannig það er alltaf til annars eins þegar við erum búnir með þennann... Svo væri vissara að matreiða flugmanninn... Það var hann sem kom okkur í þetta vesen... Svo frá okkar hálfu sem tókum upp leikinn þyrfti að velja einhverja líka... Við erum með fjóra kamerumenn og tvo tæknimenn og væri eflaust hægt að sjá eftir einum af hvoru... Það er bara einn mixermaður (sem ég er) og myndi það bara valda veseni uppí Sagafilm að finna eins færann staðgengil þannig ég ætti að vera hólpinn... Plús, ég er auðvita klikkaður kokkur ("klikkaður = góður" (ekki "klikkaður = geðveikur" (þó svo ég er að tala um mannát)))...
Þá held ég að við séum nokkuð vel settir...
Á matseðlinum er...:
Nuddaður varamannavöðvi...
Tvíburatvírifjur...
Flamberaður flugstjóri...
Kamerumannakótilettur...
Tvíbaðakur tæknimaður á teini...
Svo væri hægt að gera salat úr grasinu milli takkana á íþróttaskónnum... Fullkominn máltíð... Namm, hvenær er næsti leikur...?


fimmtudagur, ágúst 05, 2010


Haldiði að maður er ekki að fara prýða Vestmannaeyjar á eftir... Hef ekki brugði fæti þar síðan á síðust öld (Þjóðhátíð 1999) og þá var nú brugðið meira en fæti skal ég ykkur segja...
Þetta er samt stutt heimsókn... Bara inn/út ferð (margir fara til Eyja í von um inn/út ferð (notið smokk því annars fáiði inn og svo útferð))...
Tilgangurinn að þessu sinni er að taka upp fótboltaleik... Gefst því lítill tími til neins annars en uppsetningar, upptöku og frágangs... Flýg heim aftur í kvöld, varla búinn að jafna mig fyrstu líkamsleit landamæravarða þeirra áður en maður fær aðra... En ég fæ tvo stimpla í vegabréfið og tollinn... Aðal ástæðan fyrir að vilja fara náttúrulega...


miðvikudagur, ágúst 04, 2010


Þá er maður loksins kominn úr fríi, vel nærður af öndum... Í raun kom ég fyrir helgi, en maður var svo svakalega slakur að ég hafði enga löngun til að hreyfa hvorki legg né lið þar til maður neyddist til að skríða í vinnuna í gær... Að sama skapi átti ég því auðvita að blogga eitthvað í gær en maður var bara stein búinn að gleyma að maður hafði skessum gyldum að þegna... Enda tendraði ég ekkert á tölvunni allan tímann...
En hér er ég núna tanaður í drasl... Ekkert smá ljúft þarna á Spáni... Í stuttu máli sagt fullkomið frí, en lengra mál sagt um ferðina verður að bíða smá þar sem það er meira en nóg að gera í vinnunni og verð ég að ná sönsum á raunveruleikanum á ný... Gæti reynst erfitt þar sem ég er enn að ná myntulaufum úr munninum eftir mojito mareneringu síðustu daga...
Sagði þetta væri gott frí...


Home