Posted
11:28 e.h.
by Unknown
Þá er bara alveg næstum því komið að fríinu mínu... Þar sem þyrstir lesendur hafa ekkert fersk á næstu tveimur vikum til þess að svala þorsta augnanna, þá hef ég loksins sett á netið Wipeout ferðasöguna mína... Tja, í raun keppnissögu... Fyrstu persónu lýsing á því sem maður upplifði hinum meginn við miðbaug... Ég skrifaði þetta fyrir löngu síðan, langt á undan útsendingu, en trassaði að setja á netið, því fyrst mátti ekkert segja, og svo þegar eitthvað mátti segja þá stein gleymdi ég því að ég hafði eitthvað sagt... Ég meira segja er ekki búinn að lesa þetta sjálfur... Gerði bara copy/paste í einhvern váfrara glugga og lét það nægja... Vonandi heldur þetta ykkur svöluðum þar til ég sest bak við lyklaborðið á ný... En þangað til... Ekki neitt... Ég er farinn í frí...
Posted
11:09 f.h.
by Unknown
Það styttist í Spánarferðina... Alveg nóg að gera þangað til og gáfulegt væri að gera svona langann og nákvæmann "to do" lista fyrir ferðina... Ég náttúrulega fylgi ekki gáfunum (eins miklar og þær eru) ef eitthvað skemmtilegra er í boði, og finnst mér mun ánægjugefandi fyrir mig að gera "not to do" lista, því hann er stuttur og hnitmiðaður... Not to do: 1. Vinna... 2. Fara á internetið... 3. Tala í síma... 4. Lifa í hófsemi... Ekki flókið og ómögulegt að klúðra þessu... Ef ég geri það, þá klúðra ég fríinu... og ekki viljum við það...
Posted
10:15 f.h.
by Unknown
Þá er HM loksins búið... Eins gaman og þetta var, þá er ég ekki frá því að þetta hafi rænt frá manni helmingnum af sumrinu... Núna þegar maður lítur upp frá sjónvarpinu, sér maður að það er komið mið júlí... Ég átti ekki árangur sem erfiði í HM pottunum sem ég tók þátt í, enda eru engin erfiði í að giska, og því enginn árangur... En HM endaði í tárum... Gleðitár hjá sigurvegurum og sorgartár hjá öllum þeim sem töpuðu... Ég á ekki við hollenska landsliðið... Það fær silfur medalíu... Ég er að tala um alla karlmennina sem voru spenntir eftir að nokkrar hollenskar klámmyndastjörnur stæðu við loforð sitt... Þeir gráta söltum tárum, en ég held að klámstjörnunar brosi breitt (þó ekki eins breitt og þær myndu geta ef þær hefðu þurft að standa við loforðið)... Til allra huggunar fyrir fótboltagraða karlmenn, þá var hin heimsfrægi og spádómsrétti kolkrabbi einnig búinn að gefa loforð ef Spánn ynni... Hann sagði handjob á línuna... Þar sem hann er með átta fálmara, þá tekur þetta hann bara nokkra daga...
föstudagur, júlí 09, 2010
Posted
1:35 e.h.
by Unknown
Þá er ég búinn að afsprengja dekkið á hjólinu mínu... Pops hafði keypt glænýja slöngu, sem ég vippaði í gagnið, dældi fulla af lofti og hjólaði svo í vinnuna í þessari bongó blíðu... Það er samt að mér finnst einhver búinn að vera óaþrflega duglegur að skreyta öll stræti með glerbrotum út um allt... Er zikk zakkandi eins og 12hz hljóðbylgja í von um að sprengja ekki annað dekk... Annars er annasöm helgi að bresta á... Í kvöld er matarboð, á laugardag er brúðkaup (þriðja laugardag í röð!) og svo á sunnudaginn er kremið af HM krafsinu búið að krauma upp á topp og komið að útslita viðureign... Spurning með hvoru liðinu skal halda... Hollandi eða Spáni... Í raun skiptir það mig persónulega ekki svo miklu máli, þrátt fyrir Spánarför mína næstu viku... Hvort sem Spánn vinnur eða tapar þá verða óeyrðir (líka í Hollandi auðvita)... Vona bara að eldarnir verða sloknaðir áður en við komum...
fimmtudagur, júlí 08, 2010
Posted
3:26 e.h.
by Unknown
Díses... Voru nýju mjólkurumbúðirnar með smellulokinu hannaðar af skjalfhenntum MS sjúklingi með hiksta...? Það er ekki hægt að hella í glas án þess það flæðir út um allt... Hugsun hans var: "Ef ég get ekki fengið mjólk án þess sulla, þá skal enginn... Muhaha*hikk*...!"...
Posted
10:52 f.h.
by Unknown
Maður er búinn að vera hjólalaus alla vikuna út af punkteringunni fyrir helgi... Ég gerð yfir einum HM leik heiðarlega tilraun til viðgerða (í raun éggerð fyrst en svo þurfti ég auka hendur frá öðrum og þá varð þetta viðgerð)... Mér tókst að snara ótoðarðir slöngu og hjólbarða á gjörðina og byrja að pumpa... og pumpa og pumpa... Svo kemur Óli félagi og pumpar af ákafa... Loksins kemur smá loft en það var skamlíft... Í gegnum vuvuselavæl heyrðum við lágt kvísl... Varð þá að vippa slöngunni út og setja hana í vatnsfullann vask og viti menn... Blúbbs, blúbbs... Loftbólur bubbla úr þessu glæsilegu gati... Er ég því enn hjólalaus uns ég græja reddingu á þessu... Talandi annars um vuvuzela væl... Það voru hér um bil tvær manneskjur að gera óheiðarlega tilraun til munda þennan óskappnað á Fram-Val leik í vikunni og hljómaði þetta eins og frussandi fíll í astmakasti...
miðvikudagur, júlí 07, 2010
Posted
1:15 e.h.
by Unknown
Þá er heimsmeistaramótið að skríða á sinn síðasta legg... Ég er búinn að vinna mikla rannsóknarvinnu undanfarinn mánuði við að grafa upp fáþekktann fróðleik um keppnislöndin og hefur mér tekist að vera alltaf með eitthvað um keppisland dagsins án þess að koma með sama land tvisvar... Er ég í raun þannig búinn að vera að spá fyrir úrkomu HM því um leið og land er komið með fróðleik um sig á netið er ekki líklegt það komi aftur... Ég hef til dæmis aldrei minnst á Spán og Þýskaland fyrr og hér eru þau kominn alla þessa leið... Ég ætla að segja nú smá sem tengist Þýskaland... En þetta þýðir ekki að þeir eru dottnir út því þar sem ég blogga bara á virkum dögum þá er þetta síðasta "Little known fact" keppninnar... Nú er bara að sjá hvernig hún fer... Little known fact: FIFA hefur gaman af því að para lönd saman eftir áhugaverðum orðasamsetningum sem myndast á sjónvarpsskjánum þegar liðin eru skammstöfuð... T.d.... Eistland vs. Tunis = EIS-TUN... Ísland vs. Andora = ÍSL-AND... El Salvador vs. Kanada = ELS-KAN... Lesotho vs. Suriname = LES-SUR... Þrátt fyrir fjölmörg svona dæmi, er þetta líka ástæðan fyrir að Þýskaland (Germany), af kurteislegum og skiljanlegum ástæðum, fær aldrei að ferðast til að keppa við Nigeríu á heimavelli...
þriðjudagur, júlí 06, 2010
Posted
12:39 e.h.
by Unknown
Little known fact: Þar sem Holland er að mestu undir sjávarmáli, þá verður landsliðið þeirra að stunda æfingar erlendis í tómum Ólympískum sundlaugum... Það olli þeim miklu veseni í stórleik á Íslandi á fimmta áratuginum þegar engar Ólympískar sundlaugar voru hér að finna og fóru því allar æfingar fram í gömlu heitu pottunum í Laugardalslauginni... Sóknin var í pott 1, miðjan í pott 2 og vörnin í pott 3... Sökum þrenglsa þá gátu þeir ekki notað leikkerfið 5-4-1 og tóku þeir upp 4-3-3 með sweaper sem þeir settu einn í pott 4... "Sweaper" er nefnilega hollenskt slangur fyrrir "sá sem pissar á sig" og vildi enginn vera með honum í potti...
Posted
10:45 f.h.
by Unknown
I can not belivisekki... Það styttist enn frekar í sumarfríið mitt... Það var bjallað í mig í gær frá ferðaskrifstofunni og þeir færðu fríið mitt áfram um einn dag... Fyrir vikið lendum við á beinu flugi til Spánar og engin millilendinga hjá Portugölum... Held það sé vegna þess að Spánn vann þá á HM og þeir hleypa engum flugvélum úr landi þangað lengur... Er það því núna bara rétt 8 dagar í fríið mitt... Er það því líka 8 dagar í blogg pásu, því það er ekki séns að ég ætla að blogga í fríinu... Það verður ekki einu sinni gjóað á tölvupóst eða önnur form af samskiptum gegnum tölvu... Mér finnst alveg svo hræðilegt, og ég get ekki lagt nógu miklu áherslu á þetta, þegar fólk fer í "frí" og eyðir helminginn af tímanum að segja fólki gegnum netið að það sé í fríi... "Plebbi Plebbason sit á sundlaugabakka og drekkur bjór" statusupdate 2 minutes ago via Mobile Web... Bleh... Þú ert ekki í fríi frá heiminum og heimurinn er ekki í fríi frá þér... En um leið og dagurinn kemur, þá bara ninja hverf ég... Það verður bara klippt á öll samskiptanet, slökkt á símanum og kúplað sig út úr kerfinu... Ég mun kannski skilja ykkur eftir með hlý orð sem verða að halda ykkur heitum þar til ég kem aftur... En, þegar ég fer í fríið, þá fer ég í fríið...
mánudagur, júlí 05, 2010
Posted
3:17 e.h.
by Unknown
Mikið var nú langur laugardagur, einkenndur af hressleika og hamingju... Fyrst varð maður vitni af einstefu valti þar sem Þjóðverjar tóku blitzkrig og gerðu argentíska steik að hakki... Fyrir vikið er ég dottinn úr tveimur HM pottum og fer meira en tómhenntur úr þeim... Svo var stokkið í brúðkaup (nr. 2 af þremur helgum í röð) í laugardalnum þar sem frækið frændfólk fjölmennti í fjörið og stóð það alveg langt fram á heiðskíra nótt... Það eru að bresta á nokkrir leikir í íslenska boltanum sem ég verð að vinna í næstu kvöld en sem betur fer ákvað alþjóðlega knattspyrnusambandið FIFA að taka tillit til mín og frestaði nokkrum leikjum á HM svo að ég myndi ekki missa af þeim... Enda myndi áhorfið á HM hrynja þegar það er upp á móti stórleik í íslenska boltanum eins og Stjarnan - ÍBV í gær *hóst*...! Svo er annar innlendur leikur í kvöld og svo heft erlenda tuðrusparkið á ný á morgun... Ég þarf að vinna á fimmtudag þannig HM tekur sér aðra pásu, en svo leyfi ég þeim að spila uppá þriðja sætið næstu helgi meðan ég er í brúðkaupi, því hver nennir að horfa á fólk keppa um hver er næstum því ekki heldur heimsmeistari... Og svo er sunnudagur til supersælu...