Posted
11:48 f.h.
by Unknown
Bévítans... Það hvell sprakk á dekkinu á hjólinu á leið í vinnuna... Það var afspyrnu loftlaust þannig ég brá mér inná bensínstöð til að dæla í dekkin... Þrátt fyrir að hafa fylgt öllum leiðbeiningum um loftþrýsting, þá bara bing bara búmm...! Dekkið var nefnilega mjög slitið á hliðunum og það rofnaði með háum hvelli, sem gaf gamla kallinum að bíða eftir dælunin næstum hjartaáfall... Hafði ég þá eitthvað að brosa að, þegar ég reiddi hjólið heim aftur...
þriðjudagur, júní 29, 2010
Posted
3:25 e.h.
by Unknown
Little known fact: Japan er eina landið sem skartar alltaf nýjum leikmönnum á hvert HM sem það kemst á, þökk sé viðhaldi miklum aga og aldagömlum hefðum... Eins og samurai forðum daga, þá eftir skömm ósgigurs þá rista leikmennirnir sig á hol með sínum eigin vopnum, sem í þeirra tilviki er flugbeittir takkaskór, sem þeir nota til að tækla sig til bana... Af svipuðum ástæðum er svampur settur framan á alla míkrafóna til að minnka mannfall í karaoke...
mánudagur, júní 28, 2010
Posted
10:44 f.h.
by Unknown
Little known fact: Út af lögun landsins eru fótboltavellirnir í Chile ekki mikið þykkari en markið sjálft... Fyrir vikið eru vellirnir þess mun lengri og spilar landslið þeirra leikkerfið 2-1-1-1-2-1-1-1-...
Posted
10:38 f.h.
by Unknown
Þá er ég búinn með fyrsta brúðkaupið af þremur í röð... Þetta brúðkaup var uppí sveit þannig við gistum á hóteli sem var náttúrulega bara awesome... Svo var svo brjálæðislega heitt á laugardeginum að brúðarvöndurinn var kaktus... Það var því þess mun skemmtilega þegar kom að því að henda honum í ógifta kvennaskarið...
fimmtudagur, júní 24, 2010
Posted
6:12 e.h.
by Unknown
Little known fact: Nýja Sjálenska liðið samanstendur algjörlega af aukaleikurum úr Lord Of The Rings kvikmydnunum... Þeir eru ekki sérlega góðir í fótbolta, en þökk sé risastórum hobbit fótum, þá eru þeir alltaf í boltanum...
miðvikudagur, júní 23, 2010
Posted
11:52 f.h.
by Unknown
Little known fact: Eyðimerkurþjónin Alsír komst á HM eingöngu með sigrum á útivelli... Það er nefnilega ómögulegt að skora í Alsír út af jarðfræðilegum ástæðum... Það renna öll færin út í sandinn...
þriðjudagur, júní 22, 2010
Posted
11:13 f.h.
by Unknown
Little known fact: Eftir miklar háþróaðar rannsóknir hafa vísindamenn komist að því að eina manngerða hljóðið sem drekkt gæti Vuvuzel hávaðanum væri vælið í franska landsliðinu...
Posted
10:53 f.h.
by Unknown
Ég er ekki nógu duglegur að lesa... Einhvernvegin bak við allt videogláp og tölvustans þá finnur maður aldrei tíma til þess að setjast niður og glugga í eitthvað áhugavert... Það eina sem ég les að staðaldri er breska kvikmyndatímaritið Empire... Ég les það alveg heilag í hverjum mánuði... Í raun er vitleysta að ég sé ekki áskrifandi, því blaðið er komið uppí 1.700kr og ársgjaldið er bara um 10.000... Einföld stærðfræði... Spurning um að kýla á það... Fyrir utan að vera frábært blað, þá er það merkilegt við Empire, að það tekur mig alltaf akkúrat mánuð að lesa það... Eins og svo margir karlmenn, þá finn er aðeins einn staður þar sem maður fær frið og ró til að lesa... Það er auðvita á salerninu heima... Hefur því Empire blaðið verið fastur liður í föstum liðum dagsins... Og það klikkar ekki... Daginn eftir klára blaðið á kamrinum, þá er komið nýtt Empire út í búð... Alltaf...! Í hvert sinn upp á dag... Ég fylgist vel með blaðarekkum borgarinnar alltaf spenntur fyrir nýju blaði en aldrei kemur neitt fyrr en ég klára blaðið á undan... Það er eins og þeir séu með kameru inná kamri og fylgjast með lesningunni... Svo sjá þeir að ég er á síðustu opnunni og þá rjúka þeir í að koma nýju í verslanir fyrir mig daginn eftir svo ég þarf ekki að sitja menningarsnauður á dollunni... Þess vegna þegar ég fékk iðrukveisu komu út þrjú Empire á sama mánuði...
mánudagur, júní 21, 2010
Posted
11:43 f.h.
by Unknown
Little known fact: Það voru eitt sin tvær þjóðir með sama nafn... Spanish Honduras og British Honduras... Til að skilja sig að fékk Spanish Honduras bara nafnið Honduras... Hitt landið fékk nafnið Volvovagina...
Posted
11:35 f.h.
by Unknown
Þá er fyrsta útilega sumarsins afstaðin... Fórum á gullfallegan stað einhverstaðar rétt hjá Flúðum... Tilefnið af útilegunni var 29 og hálf afmæli afmæli hjá Valdisi vinkonu Önnu... Hún verður nefnilega þrítug í desember, og þar var betra að fara í útilegu núna frekar en þá, þó svo hitastigiði væri eflaust það sama... Ég er ekki að segja það vera kallt, en eistun á mér hafa formlega neitað að koma úr skjóli fyrr en á Spáni... Þetta var þemaútilega og það þarf ekki snilling til að geta giskað hvað þemað var í sveitinni... Hið sívinsæla kúreka þema... Maður prýddi gallabuxur, leðurvesti, hatt og þökk sé vanrakstri síðasta mánaðar gat tálgað til skeggið í vígalegri (lesist hallærislegri) útlit... Eins gott og blessað og kúreka þema uppí sveit er, þá þætti mér samt gaman að fara í þemaútilegu þar sem ekki væru kúrekar... Eitthvað nýtt... Hvað með Ninja þema...? Eða Sexý Eskimó... Þá væri maður allavega klæddur fyrir veðrið...
miðvikudagur, júní 16, 2010
Posted
9:24 f.h.
by Unknown
Little known fact: Swiss, til að viðhalda hlutleysi sínu spilar leikkerfið 0-10-0, því þeir vilja ekki vera meira í sókn en í vörn...
Posted
9:19 f.h.
by Unknown
Það er alltaf mikil stemmari að vinna frammeftir 03:00 um morguninn, sérstaklega þegar maður fattar að maður þarf að hjóla heim... Sem betur fer var rigning og ég bara á peysunni þannig stemmarinn var enn meiri... En maður tók bara Tour de franskar kartöflur á þetta og brunaði blússandi niður auðu göturnar... Gegnsósa kemur maður heim og fer í sturtu til að þorna... Fæ að sofa út á morgun... Til þess var þjóðhátíðardagurinn fundinn upp... Það voru allt og margar andvökunætur undir stjórn Dana...
þriðjudagur, júní 15, 2010
Posted
7:16 e.h.
by Unknown
Little known fact: Já, little known, eða hvað... Vita ekki allir mæta vel að Kim Yong Il þjáfaði fótboltalið Norður Kóreu... Hann hannaði líka búninga þeirra og samdi fögnunardans þeirra þegar þeir skora...Og þeir munu skora... Kim Yong Il segir svo mun verða...
mánudagur, júní 14, 2010
Posted
11:11 f.h.
by Unknown
Þá er HM komið á fullt... Nei, ég lýg... Það er rétt farið á skrið... Varla að boltinn löllist yfir marklínuna... Held að keppendur eru hálf lamaðir af þessu bévítans Vuvuzela lúðrum sem eru stanslaust í gangi... Þetta var fyrst ætlað sem ódýr loftkæling á leikvellina, en núna blása svo margir að það er bara rok á svæðinu... Useless trivia dagsins: Ef þið tækið alla Vuvuzela lúðra sem voru framleiddir fyrir HM og settu þá saman, enda í enda... þá væri það ekki nógu andstyggilegt apparat til að troða uppí afturendann á hverjum þeim sem hættir ekki að blása í þetta helvíti... Little known fact: Leikmenn frá langhlauparalandinu Cameroon hlupu til Suður-Afríku, til að spara flugfargjald... Enda er þessi vegalengd styttri en þeirra venjulega hlaupaleið þegar þeir voru að hlaupa í skólann sem börn...
föstudagur, júní 11, 2010
Posted
4:00 e.h.
by Unknown
Til þess að halda bloggfærslunum gangandi mun ég halda áfram þar sem frá var horfið 2006 á litlum HM fróðleiksmolum um keppnislið dagsins... Little known fact: Suður-Afríka sendi kvörtun í ár til FIFA varðandi ósanngjarni þess að meiga aðeins vera með eitt lið á mótinu, þegar "norður Afríka" er með fimm lið...
Posted
12:00 e.h.
by Unknown
Sjitt hvað er létt að detta úr bloggmyndstrinu... Enda þegar flestir dagar eru eins, þá er massa erfitt að hafa eitthvað skemmtilegt að blogga um... Það eina sem er að frétta er að mér tókst að redda mér tvöföldu blæðandi hælsæri og fyrir vikið eytt síðustu þremur dögunum í opnum sandölum... Er algjörlega að brjóta óskrifuð tískulög, þar sem ég prýði alltaf hvíta sokka í sandölunum... Ég er líka að ganga sandalana til, þannig ég dreg lappirnar eins og uppvakningur og skil eftir mig svarta gúmmíslóð hvert sem ég fer... Þurfti að vera á hnjánnum með stálull til þess að afmá bremsuförin... Vissara því að eyðu næstum dögum sitjandi.,.. Fínn tími þar sem HM er að bresta á í dag... Það er bjór og svona uppí vinu en ég var búinn að lofa sjónvarpinu mínu að vera hjá því yfir fyrsta leiknum... HM í háskerpu... Yes, ég get loksins þekkt liðin í sundur...!
þriðjudagur, júní 08, 2010
Posted
10:24 f.h.
by Unknown
Var að koma með hjólið úr viðgerð í gær... Pínu spark í pungbudduna en vel varið því það er allt annað að hjóla núna... Bremsurnar bara til í minningunni, gírarnir geðveikir og afturhjólið var alveg við að detta af sökum ónýtra lega (voru leiði-legur)... Svo auðvita ískraði meira í hjólinu en í músaorgíu... Nú er búið að skipta um bremsur, stilla gírana, laga legurnar (kominn með skemmti-legur) og drepa músaorgíuna... Manni líður eins og á mótorfák þar sem hjólið brunar áfram á miklu meiri hraða, bæði sökum mýktar og samhæfni gíra, ásamt hæfileikanum að bremsa, eitthvað sem mér finnst vera orðið nær ómissandi í háannatraffík iðkun... Jamms, eins og kínverjinn sagði, maður er bara spólandi glaður...
mánudagur, júní 07, 2010
Posted
4:12 e.h.
by Unknown
Kúplaði mig algjörlega frá heiminum um helgina (svona næstum því)... Spælandi þá að "smá vinna" sem ég tók að mér reyndist verða að 8 klst törn... Undir eðlilegum aðstæðum eru 8 klst ekki törn, en þarna var þetta á ljúfum sunnudegi... Ég sem átti að þvo bílinn þennan dag... Drulluskítuga, öskuþakin og rykfallna bílinn... Hmm, kannski var þetta þá betri sunnudagur en ég bjóst við...
föstudagur, júní 04, 2010
Posted
10:47 f.h.
by Unknown
Þá er komið að einu óplanaða helginni minni fram í september... Í þokkabóta er þetta búið að vera eina óplanaða helgin síðan febrúar... Það er virkilega ekkert að gerast... Engar skuldbingingar eða neitt við neinn... Ergó, þá var fjárfest í nautalund stærri en stofuborðið... Einnig flýtur með nokkrir osta, smá vín og síðast en ekki síst mega ignore á alheiminn... Þið verðið að sjá um ykkur sjálf þessa helgi... Take care...
miðvikudagur, júní 02, 2010
Posted
10:48 f.h.
by Unknown
Ég var að gera smá tilraunastarfsemi í eldhúsinu í gær, en valdi því ver og miður ekki rétta hráefnið út frá bandíæfingu sem fylgdi stuttu seinna... Ég fékk nefnilega skyndilega craving í eitthvað með wasabi... Fyrir þá sem þekkja það ekki, þá er wasabi þetta græna sterka piparrótamauk sem er alltaf með sushi... Ég á ennþá næstum kíló af wasabi dufti síðan ég veit ekki hvenær, þannig vissara að koma þessu út... Þetta voru ekki flóknar tilraunir sem ég tilreyndi... Basically ég hrærði saman wasabi mauk, og smellti því svo annars vegar í hummus til að fá gott meðlæti með kjúlla og svo í sýrðan rjóma til að fá ofur ferska sósu... En öllu má nú ofgera og ofgerði ég enn frekar umfram það... Eftir ég var kominn í "namm, þetta er gott" stigið, þá bara varð ég að prófa að setja meira wasabi í gang... Enda ég uppi með neon grænt og heitt hummus og sterka græna sósu... Þessu rétt næ ég að slafra í mig yfir smá kjúkling og agúrku til að friða bragðlaukana áður en ég stekk á æfingu... Maður byrjar að hlaupa svona um, elta bolta og álíka... Skyndilega er bara eins og það sé sinubruni í iðrum mér... Með hverjum andardrætti byrja wasabi eiturgufur að svíða allt innvolsið á hálsinum og lungu... Leið verr en ísbirni í örbylgjuofni... Varð þetta mér því að lexíu... Ef maður ætlar að fitla í wasabi, þá gerið það með góðum fyrirvara fyrir æfingar... Í raun þarf maður að tíma þetta rétt eftir meltingu... Maður hefur heyrt hvað kettir hlaupa hratt með sinnep í rassgatinu, þannig maður getur rétt ímyndað sér hvað wasabiprump gefur góða innspýtingu... Pwwoooom...!!!
þriðjudagur, júní 01, 2010
Posted
11:52 f.h.
by Unknown
Í augnablikinu samanstendur vinna mín af klippingu af matreiðsluþáttum og útsendingu á fótboltaleikjum... Þrátt fyrir að vera í sleipari kanntinum í eldhúsinu, þá er að sýgjast ennþá meira í mig einhverjar nýjar kúnstir til að bregða á... Því ver og miður er ég ennþá jafn lélegur í fótbolta alveg sama hversu mikið ég sendi út af honum (að vísu þetta er íslenskur fótbolti þannig hann er lélegur til að byrja með líka)... Eitt það nýja sem ég lærði var hvað er gott að vinna með kjötmæli... Ég hef átt einn tölvustýrðan sem hefur bara safnað ryki í 2 ár, en núna þökk sé kokkaþættinum reif ég hann upp og boraði í steik... Og þetta var engin venjuleg steik... Fór í Hagkaup og fann frosnar hollenskar nautalundir á frábæru verði... Ég tók svo þá allra stærðstu og breiðustu að hún komst ekki einu sinni í körfuna... Ég varð að labba með hana um búðina eins og hellisbúi með kylfu... Eftir að hafa rotað afgreiðludömuna með lundinni og fengið þannig allt frítt í þessari ferð, þá tók ég hana úr umbúðunum og lét standa á borðinu í tvo sólarhringa... Svo kom eldunin... Snögg sviðin á öllum hliðum á pönnu og svo fjórir tímar bara svona rétt á 80 gráðum... Kjötmælirinn sá um eftirlitið þannig ég gat bara (h)legið í sófanum í sjónvarpsglápi uns píp tilkynnti mér um afraksturinn... 59 gráður kjarnhiti takk fyrir, svo kryddað og vafið í álpappír og látið standa í rúmmlega korter... Afrakstuninn var beljusteik sem þú gast sogið upp með röri... Hún var svo mjúk... Rauðvínið var eins og tyggjó í samanburði... Nú þarf bara að finna eitthvað fleira að stinga mælinum í... Þar sem hann pípir um leið og ákveðnu hitastigi er náð, væri hagt að hafa veikindaforvarnið með því að hafa hann alla daga í bossanum svo pípir hann um leið og þú færð hita... Þá geturu brugðist strax við lasleikanum... Einhver látið landlæknir vita...