Lífið, heimurinn og allt saman |
Front page
Já... hver nennir að einbeita sér að einhverju einu þegar úr svo mörgu er að velja...
Hlekkir eftir mig
Jólasveinar 2002 |
mánudagur, maí 31, 2010
Posted
12:38 e.h.
by Unknown
fimmtudagur, maí 27, 2010
Posted
12:34 e.h.
by Unknown
þriðjudagur, maí 25, 2010
Posted
9:58 f.h.
by Unknown
Posted
9:08 f.h.
by Unknown
föstudagur, maí 21, 2010
Posted
12:34 e.h.
by Unknown
fimmtudagur, maí 20, 2010
Posted
10:13 f.h.
by Unknown
Við hlustuðum fagmennlegum eyrum á hvert einasta land og dæmdum hlutleysislega... Eyddum svo góðum klukkutíma í Excel í gagnavinnslu á stigum, frá besta og versta lagi, til mesti munur á smekk laga, vægið meðaltal, frestar prímtölur... Fór svo restin af löng ukvöldi í afspilun á Eurovision slögurum og Eurovisionpartý sögunum... Ég verð að viðurkenna að lögin í ár voru slakari en vanalega, en uppúr stóð austantjaldslandið Albanía fyrir mér... Það var ekki valið úr stafrófsröð... miðvikudagur, maí 19, 2010
Posted
2:45 e.h.
by Unknown
Maður verður að taka á þessum agavanda hjólsins snemma, því annars breystast pirruð hjól í reið hjól...
þriðjudagur, maí 18, 2010
Posted
1:25 e.h.
by Unknown
Það var ekki eins og væri að reyna muna kennitölu sína eða skóstærð... Hún var í röðinni á Ricky Chan (þeim AWESOME! stað (namm!)) að reyna muna hvað var svona gott síðast þegar hún kom þarna... Þegar hún mundi það ekki, spurði hún afgreiðsludömuna hvort hún myndi það nokkuð... Afgreiðslukonan kom auðvita af fjöllum (þaðan sem röðin bak við ljóskuna var byrjuð að myndast til)... Svo spyr ljóskan hvort hún má smakka á einum réttinum... Afgreiðsludaman dýfir plast skeið í sósuna og réttir henni... Ljóskan skellir skeiðinni uppí sig og sýgur og sýgur í heila eilífð eins og hún væri að fá borgað fyrir það (áunninn atvinnuvani eflaust)... Loksins dregur hún sundursoguð skeiðina úr kjaftinum segist ekki muna hvort þetta sé rétturinn... Hún ætlar að fá sér bara núðlur í staðinn... "Má ég ráða hvoru núðlutegundina ég fæ?" spyr hún spekingslega, því við öll vitum að aðeins annar núðlurétturinn er fyrir viðskiptavinu ein hin rétturinn er bara til skrauts... Og þetta er ástæðan fyrir ég kom seint úr mat...
föstudagur, maí 14, 2010
Posted
10:21 f.h.
by Unknown
Þetta er samt rólegur dagur og spurning hvort maður tekur alla 8 tímana... Í þokkabót verður þetta brotið upp með yndislegum hádegisverði á Vox, þar sem mun stór sjá á fiskistofni landsins út frá sushi neyslu minnar og fjölskyldumeðlima... Namm...
miðvikudagur, maí 12, 2010
Posted
10:05 f.h.
by Unknown
Aldrei lærir maður að vera ekki að þamba vökva í vinnunni...
þriðjudagur, maí 11, 2010
Posted
10:32 f.h.
by Unknown
Best að taka fram smá WD-40... Á þannig heima... Enda er sagt að maðurinn þarf bara tvö verkfæri... WD-40 og "duct tape" (silfrað sterkt límmband)... Ef það hreyfist ekki en á að gera það, notið WD-40... Ef það hreyfist en á ekki að gera það, notið duct tape...
Posted
10:25 f.h.
by Unknown
Fótboltaútsendingar eru hinsvegar sumarvinna mín, þannig með fyrsta leiknum í gær er komið sumar... Woohoo... Fyrsti leikurinn var á Valsvelli og verð ég að segja árið byrjar vel hjá þeim... Sko, byrjar vel fyrir okkur, hjá þeim... Bara ef allir heimavellir væru svona umönnunarsamir um hagi upptökuliðsins... Það var kaffi, kex, súkkulaði, gos og pízzur fyrir crewið... Fyrir vikið fór leikurinn aðeins 2-2, því við í þakklætisskyni sýndum ekki síðustu þrjú mörk FH í sjónvarpinu, þannig þau teljast ekki með... Í kvöld er leikur á heimavelli Fram... Vonandi vita þeir af þessu fyrirkomulagi...
mánudagur, maí 10, 2010
Posted
10:17 f.h.
by Unknown
Rifin á Brikunni voru fín... en ekki superfín... Þau voru bragðgóð, laus á beinunum, en kannski of snyrtileg... Þau voru voða þétt í sér og fitulaus... Eins og skorin af anorexísku svíni... Maður var ekki einu sinni kominn með subbuskap uppá olnboga, þannig það þurfti bara tvær blautþurrkur til að hreinsa mig, þrátt fyrir að vera alskeggjaður með sósusögandi mottu... En kokkarnir klikkuði ekki á burgerunum, og það verður það sem ég sækist þangað í næstu skipti...
föstudagur, maí 07, 2010
Posted
11:15 f.h.
by Unknown
Staðsetningin er Hamborgarafabrikkan og er fá þeir núna loks tækifæri til að sanna sig... Málið er að ég dæmi alla veitingastaði út frá tveimur réttum... Kjúklingavængjum og grísarifjum... Ég smakkaði vængina síðast og þeir voru fínir... Engar sprengjur en vel eldaðir þannig kjötið var laust á beinunum, eitthvað sem margir klikka á... Núna er hinsvegar stóra prófið... Sko, ég er ekki að segja ég geri sjálfur bestu svínarif í heimi... en það er bara vegna þess að allir aðrir segja það, þannig ég þarf þess ekki... Þetta verður eins og að taka ökuskirteini með Schumacher sem prófdómara... Þannig þeir þurfa að kunna sitt fag ef þeir vilja blessun mína... Ég bara vona að kveðjutár Durgana salta rifin ekki of mikið...
Posted
10:43 f.h.
by Unknown
Það væri hægt að setja gamla sjónvarpið bara við hliðina á nýja til þess að sýna hvað munurin er svakalegur... Já sæll, eða hafa gamla sjónvarpið við hliðina á nýja til þess að horfa á hefbundna dagsskrá meðan maður blastar bíómyndum eða tölvuleikjum á nýja samtímis... Tvö sjónvörp í einu... Dirfist mér að dreyma...
fimmtudagur, maí 06, 2010
Posted
10:35 f.h.
by Unknown
Það rignir ekki bara vatni á mig, því í gær fann ég laumufarþega eftir hjólferðina... Ég var kominn heim uppí sófa, teygði úr mér og setti hendur bak við haus... Fann þá eitthvað slímugt í hárinu... Haldiði ekki að ofurhuga áðnamaðkur hefur teikað dekkið og slengt sér uppí loft og lennt í hárinu á mér... Ullabjakk... Fór allavega út í morgun með húfu á höfðuni og hún er sem stendur orma auð... En svakalega er maður eitthvað meðvirkur í ár... Maður safnaði skeggi fyrir "Mottu mars", maður hjólar í "hjólað í vinnuna" átakinu, svo mun maður eflaust láta leiðast í næsta svona... Af hverju er ekkert svona "Sófaseta í september" eða álíka... Ég er allavega skuldbundinn núna til þess að styðja Oktoberfest með þessu mynstri...
miðvikudagur, maí 05, 2010
Posted
11:19 f.h.
by Unknown
Ég gat samt hengt flest fötin upp til þerris... Svo þorna buxunar smá saman... Tja, allstaðar nema á bossanum... Ég vinn sitjandi þannig það fær ekkert að viðra um afturendann... Hann er með innbiggða hárþurrku en er að vísu eitthvað loftlaus í augnablikinnu... Kannski fær hann gott eldsneyti í hádeginu...
þriðjudagur, maí 04, 2010
Posted
9:23 f.h.
by Unknown
mánudagur, maí 03, 2010
Posted
3:25 e.h.
by Unknown
Sko, mins var að fá sér sjónvarp... Ég meina "sjónvarp" eins og gaur sem fær sér Ferrari sagðist vera fá sér "sjálfrennireið"... Þetta er svo glæsilegt að ég er enn að þrífa blettina úr sófanum eftir nokkra vel impressed áhorfendur... Sjónvarpið er samt aðeins og gott og innihaldið sem það varpar sjónum okkar og er það því algjör nauðsyn að vera með HD (í raun HS (háskerpa á íslensku)) myndlykil til þess að ná HD efni á skjáinn... Vill svo mer og viður til að það eru engir HD myndlyklar til lengur... Allir uppseldir hjá Vodafone, eina aðillanum með þá... Ég spurðist fyrir hjá þeim og það var ca. hálfur mánuði í þá fyrst... Svo hringdi ég aftur í dag og þá segja þeir að þeir verða ekki komnir fyrr en í haust...! Halló... Í haust...? Vita þeir ekki að stærðsti HD viðburður ársins er í sumar... Heimsmeistasrakeppnin í fótbolta.... HMHD...! Á ég virkilega að horfa á leikina eins og einhver hálftæknilamaður hellisbúi... Ég vill ekki bara sjá tölurnar skýrt á treyjunum... Ég vill sjá þvottaleiðbeiningarnar á miðunum í hálsmálinu...
Posted
10:00 f.h.
by Unknown
Vá, hvað er samt gott að horfa aftur á þennan brúna rammaðan reit og sjá hann fyllast upp af orðum... Kaffikanna, hlaupabóla, fyrirrennari, þverstæðukennt... Nice... Framundan er tiltekt á síðunni... Spurning um að fríska uppá lúkkið... Comment kerfið gamla er víst búið að leggjast niður þannig ég verð að setja upp síðu með innbyggðu commentkerfi... Svo eru allt of margir dauðir bloggarar... Kenni Facebook og Twitter um... Statusupdate er ekki blogg...! Svo ætla ég að pósta Wipeout ferðasögu minni bráðum... Spurning um að dríga sig í því, því það tekur athygglina af slakari ritgæðunum meðan ég kem mér aftur í blogggírinn...
En núna er ég semsagt formlega kominn aftur... Woohoo.... En er einhver lengur að fylgjast með blogginu...?
|